Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 5

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 5
SAMTÍÐIN 3. hefti 1934 JÚLÍ ORFUR LANDBÚNAÐARINS Ekki er það tilgang’urinn með þessari ritgerð að fullyrða nokk- uð um framtíð landbúnaðarins á Islandi. Slíkt er ekki hægt, og allra síst í stuttu yfirliti. Tilgangurinn er aðeins, að athuga möguleikana á sölu íslenskra landbúnaðarvara, með stuðningi þeirra staðreynda, sem fyrir hendi eru. Einnig mun nokkuð vikið að möguleikum okk- ar til samkepni á heimsmarkaðin- um um sölu á landbúnaðarvörum. Og loks bent á leiðir, ef hægt er, sem hugsanlegar væru og til bóta gætu orðið. Eitt það fyrsta er vekur eftir- tekt, þegar athuga skal sölumögu- leika, er aðstöðumunur okkar Is- lendinga, samanborið við aðrar landbúnaðarþjóðir, sem keppa við okkur um sölu landbúnaðarvara. Lega landsins er óhagstæð til ræktunar, sökum fremur kaldrar og ótryggrar veðráttu. Jörðin er tiltölulega ófrjó, þar sem ræktun landsins er ný og skamt á veg komin. Lítill hluti þess lands, EFTIR SUÐLAUG ROSINKRANZ sem við þurfum að nota, er rækt- aður og gefur þar af leiðandi minna af sér en ella. Alt frá landnámstíð og fram á síðustu aldamót hefir hér verið rányrkja, svo að segja eingöngu. Kynslóð eftir kynslóð hafa sömu þúfnakoll- arnir verið kroppaðir, án þess að breyta þeim hið allra minsta. Flest önnur landbúnaðarlönd hafa mildara loftslag eða að minsta kosti hagstæðara til ræktunar. Sú kynslóð, sem nú er uppi, hefir orðið að taka við óræktuðu landi. En til þess að standa nokk- uð betur að vígi í samkeppninni, hefir hún orðið að rækta landið. Hún hefir orðið að byrja á rækt- un og þannig haft nær því sömu aðstöðu og frumbyggjar. Heimildir: Hagskýrslur íslands, Hagtíðindin, Búnaðarrit, Commersial Reweu, Ökonomisk Tidskrift o. fl. 1

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.