Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 17
S AMTÍÐIN því að taka upp í skólum nýja fræðslu, sem þá bar í sér frjó- magn hins nýja og komandi. En ár og aldir liðu. Þekkingin mun undir lok líða, segir postulinn. Ný þekking kom og gerði hina eldri ómerka eða miður nauðsynlega. En skólar og kirkja og aðrar menningarstofnanir bættu mjög hægt við sig hinu nýja, en héldu fast í hið gamla. Það nýja bættist ofan á. Þekkingin varð að dauðu fargi á mannanna börnum. Höfuðbölvun nútímaskólanna er það, að þeir hafa ekki kunnað að taka hinu nýja og sleppa hinu gamla, ekki kunnað að kvista skilningsins tré. Þeir dragnast öldum saman með hina dauðu visku, en bæta sparlega við sig hinni nýju. Hér úti á Islandi kunna menn þessi orð: guð er andi, en samtímis er börnum okk- ar enn í dag kent um það, þegar guð kom og át mat i tjaldi Abra- hams, og að hann skapaði kon- una úr rifbeini Adams. Þetta er kent í fullri alvöru og kallað kristindómur. Þetta á að vera kensla í guðsótta, en er kensla í heimsku og hræsni. Það er efalaust, að í fjölda skóla um alla Evrópu er nú í dag kent allýtarlega um t. d. orust- una við Breitenfeld, eða löngu þýðingarlausar skærur sjö ára stríðsins, af því að einhver sögu- bókakall vissi nú þetta og vildi hafa það með í bókinni sinni. En lítt eða alls ekki minst á t. d. sjó- orustuna við Jótlandssíðu eða und- anhald von Klucks í Frakklandi 1914 — mest af því, að mann- kynssögukverið nær ekki svo langt. I þessari bók er píslardauði Bi'únós ekki nefndur á nafn. Ilertz, sem fann rafbylgjuna, er ekki heldur nefndur, af því að sögubókarhöfundurinn sjálfur vissi ekki, að sá maður hafði til verið. Skólaspekingar miðaldanna héldu um það lærðar rökræður. hvort Adam hefði haft nafla, þar sem hann var ekki af konu fædd- ur. Skólaspekingar okkar hafa einnig sín áhugamál; þeir hafa z og tzt og nnzt. Kínverska staf- setningin er þeirra nafli á hinum gamla Adam. Viska okkar er á eftir tíman- um. Ungur Islendingur, sem kom heim frá háskóla í Suður-Evrópu, lét sér þau óguðlegu orð um munn fara, að hér á landi þektist eigin- lega engin hugsun í menningar- málum, sem væri yngri en 60 ára. Þetta er að vísu gálauslega mælt. En sé litið á eina fræði- grein, hina þjóðlegustu af öllum, þ. e. sögu landsins, þá hafa næsta fáir komist með hana lengra en til 1264. Þar hafa flestir strand- að, að fullu eða að hálfu. Á þessu sviði eigum við heldur fáar hugs- anir, sem eru öllu yngri en 670 ára. Og í tungunni og málvísind- unum erum við rígbundnir við fomöldina. Eftir hinum dauðu lögmálum leggjum við á sjálfa 13

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.