Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 29
S AMTÍÐIN — Já, hún dóttir okkar er perla. Og hvað hún getur verið fín og gáfuð! ... Hún mundi vekja athygli í sjálfri Madrid ... Ekki sé ég, hverjum við gætum gefið hana ... — Það sé ég, kelli mín, taut- aði Lorenzo ísmeygilega og bjó yfir einhverri hugmynd, sem honum líkaði auðsjáanlega vel. — En ekkert liggur á; hún er nú ekki nema sextán ára ... Látum hana verða tveim árum eldri, þá skal ég ná í manninn handa henni. Ja, hvort ég skal ekki! Frú Móniku þótti nóg um, hvað Lorenzo bar sig borginmannlega. — Sá, sem þú ert að hugsa um, er afar ríkur ... Hann sem á næstum1 allar jarðirnar í Ce- peda . .. Hann lítur ekki við minna en einni miljón reala, því máttu treysta, Loronzo minn ... — Eins og telpan sé ekki þess virði ? ... Dýralækninum og saumakon- unni kom altaf jafn vel saman og eitt augnatillit var nú nóg til að jafna skoðanamun þeirra. n. Eftir því sem Lorencica nálg- aðist meira fullorðinsaldurinn, því fríðari varð hún. Hin hress- andi fegurð hennar var aðlaðandi og vakti ílöngun eins og ferskur, fullþroskaður ávöxtur. Samt leiddi hún hjá sér alt tildur og forðaðist að gefa nokkrum undir fótinn. Hún vissi vel af því, hve falleg hún var og hverjum gáf- um hún var gædd, en ekki lét hún á því bera. Fötin fóru henni prýðis vel. I rauninni var sama í hvað hún færði sig, því ekki leyndu sér hinar fögni línur og hlutföll vaxtarlagsins, sem tildur- drósiniar að jafnaði skortir. Þótt Lorencica væri „undrabamið" í þorpinu sökum þekkingar sinnar, vissi hún sannast að segja æði lítið, en því meira starfaði ímynd- un hennar og hugarflug og grun- aði hana margt, sem engan í Fon- tanar gat órað fyrir. 1 kenslu- stundunum hjá lækninum hafði hún uppgötvað inni á miðri Kastilíuhásléttu hið bláa, dulár- fulla haf. Hafið, hvílíkur leyndar- dómur í augum Lorencicu! Hún gat ímyndað sér skip og hafnir, og þessar hávaðasömu stórborgir í brunabelti Am'eríku, þar sem spænska er töluð ... Lorencica las með hrifningu um æfintýra- lega landvinninga þeirra Pizarro og Almagro, og um ferðir Kólum- busar í sögubók, sem don Au- gusto hafði gefið henni. Hún fór með foreldrum sínum til höfuð- borgar fylkisins, kom inn í kaffi- húsin þar og sá kvikmyndir og leiksýningar. Ennfremur las Lorencica blöð- in, sérstaklega myndablöðin og sökti sér með áfergju niður í frá- sagnir um glæpi eða sögur af nautaatsmönnum og dansmeyjum ... Engan öfundaði hún þó af 25

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.