Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 7
flutningurinn stöðugt minkað, og t>ó mest þrjú síðustu árin. Ekki er heldur hægt að gera sér vonir um að útflutningurinn aukist. Út- flutningurinn til Noregs minkar árlega. Samkvæmt norsku samn- ingunum minkar salan til Nor- egs um hálft annað þúsund tunnur árlega niður í 6000 tn. 1937, er lægri tollurinn gildir um. Ekki mun tiltækilegt að flytja m'eira kjöt til Noregs en hað, sem ákveðið er í samningun- um að lægri tollurinn er á, því erfitt mun að selja kjöt í Noregi með 57.08 aura tolli á hvert kg. Litlar likur eru og til þess að Norðmenn þurfi að kaupa meira kjöt inn í landið, en gert er ráð fyrir í samningnum, því kjöt- íramleiðslan þar í landi eykst mjög mikið árlega, og sennilegt, að ekki verði þess langt að bíða, að þeir geti sjálfir fullnægt kjöt- þörf sinni. Það er að minsta kosti takmark þeirra. Um sölu á saltkjöti, til annara landa en Noregs, er hinsvegar tæpast að ræða, svo að nokkru verulegu nemi. Allmiklu betri horfur eru aftur á móti með frysta kjötið. Út- flutningurinn hefir stöðugt auk- ist, nema síðastliðið ár, en þá var verðið þó heldur betra en næsta ár á undan. Útflutningur á frystu kjöti hefir verið sem hér segir: 1927 351.183 kg. á 0.98 kg. 1928 349.128 — - 0.94 — 1929 692.895 — 1930 864.562 — 1931 1129.186 — 1932 1766.937 — 1933 1054.000 — - 0.93 — - 0.98 — - 0.78 — - 0.47 — - 0.59 — Mest af frysta kjötinu er flutt til Englands. Ekki eru söluhorfurnar betri með ull og gærur heldur en með kjötið. Árið 1927 voru flutt út 580 þús. kg. af hvítri vorull á kr. 3.00 kg. Síðan hefir útflutning- urinn smámsaman minkað og verðið lækkað. Árið 1932 eru flutt út 373 þús. kg. af ull, og verðið þá aðeins kr. 1.07 á kg. Síðastliðið ár var útflutningurinn þó meiri og verðið hærra eða um hálfa aðra krónu kg. Sama er að segja um gærurnar, að þær hafa lækkað úr kr. 6,34 á stk. 1927, í kr. 1,43 stk. 1932. Út- flutningsmagnið hefir hinsvegar staðið í stað. Þannig hafa þessar aðalútflutn- ingsvörur bændanna árlega lækk- að í verði, og söluörðugleikarnir aukist. Að þessu athuguðu þarf engan að furða á erfiðleikum bænda, því engum gat dottið í hug, fyrir 4 eða 5 árum, þegar umbótahugurinn var méstur og lagt var í flestar framkvæmdirn- ar, að verð framleiðsluvaranna myndi hrapa svo gífurlega sem raun hefir á orðið. Hverjar líkur eru þá til þess að sú sala sem nú er, geti hald- ist? ' I < Salan á saltkjötinu til Noregs 3

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.