Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN var svo auðvelt að flýja. Og hún, ,,undrabarnið“, var ekki hrædd við að bjarga sér ein í heimin- um. Fyrir peninga kæmist hún til hafsins, fyrir peninga kæmist hún með skipi til hinna fjarlægu landa, sem henni vii’tust svo ná- læg, af því að íbúar hinnar hrjóstrugu og fátæku Kastilíu höfðu fundið >au og bygt ... Þar var töluð spænska. Og þar sem hún var leikin í að sauma og bródera, myndi hún fá nóg að gera ... Hefði hún nú bara kjark! Hún strauk sér um ennið og færði sig nær glugganum, þar sem var betra loft og- meiri birta. Það var tekið að halla degi. Og lestin nálgaðist Madrid. Yfir barrskógunum litaði kvöldroðinn himininn og varpaði fjólubláum bjarma á skýin; dularfull æfin- týralönd mynduðust í 1 oftinu, þar sem þokubólstrarnir voru fjarlægir fjallgarðar, en röndin niður við sjóndeildarhringinn eins og ljósblátt, spegilslétt haf, sem laðaði til sín. Flýja, flýja! Jafnvel hið svipþunga, dapurlega heimaland Lorencicu hvatti hana með hillingum þessum til þess að forða sér ... Rökkrið skall á. í einstaka gluggum sáust ljós. Klukkurnar á járnbrautarstöðv- unum voru uppljómaðar. f einu þorpinu var hringt til kvöldbæna, er lestin þaut framhjá. Og ómur klukknanna virtist hvísla að Lorencicu: berðu þinn kross með þolinmæði, hættu við að flýja. Og nú virtust allir hlutir taka undir og hvetja hana til þess sama. ... Nú nam lestin staðar á stórri járnbrautarstöð, þar sem var ys og þys og skellibirta frá ótelj- andi Ijósum. Það var þó ekki Madrid. Hinumegin við sléttuna voru aðrir vagnar, önnur eimreið og aðrir ferðamenn, sem ætluðu í gagnstæða átt, sem sé — eins og Lorencica gat lesið á spjöld- unum, sem fest voru á vagnana — til Santander, Vigo og La Coruna, það er til hafsins ... Nú var alt um seinan, alt ómögulegt. Við hristinginn í lestinni og há- vaðann á stöðinni hafði Balmána gamli rumskað og opnað augun. Lorencica hnipraði sig saman í sæti sínu og misti nú alla von til undankomu ... En Blas gamli lokaði aftur augunum og fór aftur að hrjóta, lét höfuðið síga niður á bringu og hélt þrútnum, kámugum hönd- unum um hné sér .. . Hvað var langt eftir til Madridar? í mesta lagi klukkutíma ferð ... Loren- cica leit til gömlu konunnar, sem sat í hinum enda klefans. Hún svaf ekki, en hún þuldi bænir, að því er virtist frá sér numin og án þess að vita, hvað fram fór í kringum hana, með hugann hjá guði eða einhverjum látnum ástvini. Lorencica þreif litlu töskuna, leit sem snöggvast til Balmana — hann svaf eins og steinn — opnaði dymar ofur 2B

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.