Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 32
S AMTÍÐIN nær Madrid. Bara að ferðin var- aði eilíflega! Bara að þessi þyrk- ingslega, drungalega Kastilíuhá- slétta væri í raun og veru jafn óendanleg og hún virtist vera ... En Lorencica vissi vel, að tíminn líður, að hásléttan hlaut að taka enda og þá tækju við borgirnar reiðubúnar að draga fjöður yfir alt, ef nógir peningar væru í boði. Og Balmana gamla skorti ekki peninga, hann vissi blátt á- fram ekki aura sinna tal ... Þarna rétt við hliðina á henm var smátaska, keypt í höfuð- staðnum, úttroðin af skartgrip- um og bankaseðlum ... Lorencica þuklaði á henni. Hversu langt gæti hún ekki ferðast fyrir það fé, sem þar var geymt! Og hún mintist brúðkaupsferðanna, sem hún las um í neðanmálssögum dagblaðanna. En var ekki alt betra en að ferðast með slíkum brúðguma, sem Blas Balmana — jafnvel dauðinn? „Ef don Au- gusto sæi mig ... Hann, sem vildi, að ég giftist prins, eða að minsta kosti einhverjum háttsett- um embættismanni ... Nei, ég stenst þetta ekki lengur. Ég opna hurðina og hendi mér út í næstu jarðgöngunum. En fólkið ... það mundi aftra mér. Og ef við værum hér tvö ein, myndi h a n n fara að tala við mig og setjast við hliðina á . mér .. H a n n sat þögull og rólegur beint á móti henni, án þess að láta í ljós forvitni eða óþolin- 28 mæði, reykti hvcrn vindilinn eftir annan og virtist eiga fult í fangi með að melta það, sem) hann hafði látið ofan í sig í brúðkaupsveisl- unni. Það var sannarlega ófögur sjón að sjá hann Blas gamla eldrauðan í andliti af ofáti og til- hlökkun til hjónabandssælunnar, sem hann hafði nú heimild til að gera sér vonir um ... Lorencica gaf honum aðeins hornauga öðru hvoru og angist hennar jókst, því betur sem hún virti fyrir sér þetta ógeðslega, afskræmda andlit, sem nú átti fyrir henni að h'ggja að hafa altaf fyrir aug- unum á sér ... Leiðin lá áfram gegnum gul- leita akra og leirgrá þorp, sem húktu hér og hvar á sléttunrii ... Lestin rann fram hjá mörg- um litlum jámbrautarstöðvum. án læss að nema staðar, en kom við á þeinr stærstu. Við og við brunuðu aðrar lestir framhjá í gagnstæða átt, lestir, sem flýðu Kastilíu og stefndu til hinna grösugu, votlondu héraða Norð- urlandsins; ef til vill ætluðu þær alla leið til hafsins ... En, bíðurn við! hversvegna gat hún ekki tekið sér far með einni þeirra? Hvers vegna notaði hún sér þaö ekki, að Blas gamli var stein- sofnaður, hversvegna tók hún ekki litlu töskuna með peningun- um og skartgripunum og flýði eitthvað út í buskann? Gömul bóndakona sat í hinum enda klefans, en hún svaf líka. Það

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.