Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 8
SAMTÍÐIN minkar árlega, sem af samning- unum leiðir, eins og- að fram- an getur, og af aukning fram- leiðslunnar í landinu sjálfu. Sala á saltkjöti til annara landa en þeirra, sem nú er selt til, kemur varla til greina, svo að nokkru verulegu geti numið. Hverjar eru þá horfurnar um sölu á frysta kjötinu til Eng- lands, sem við höfum gert okkur svo miklar vonir um? Ekki virð- ast þær horfur vera glæsilegar. Síðastliðið ár var útflutningurinn þangað, af frystu kjöti, 700.000 kg, minni heldur en árið 1932. Það gefur ekki góðar vonir. Nokkur huggun er það að vísu, að meðalverðið var 12 aurum iiærra á kg. en 1932. Nú skulum við gera okkur ljóst hverjar líkur eru til þess að við getum náð meiri sölu á enska markaðnum. Hættulegustu keppi- nautar okkar eru Nýja Sjáland, Ástralía og Suður-Ameríka. Hver er þá aðstöðu-munur íslands og þessara landa? Við eigum að vísu skemmri leið á markaðinn. En þá eru þeir kostir víst upp- taldir, sem við höfum framyfir keppinautana, og er sá kostur þó lítils virði, þar sem flutningur með þessum geysistóru og hrað- skreiðu flutningaskipum, sem nú ganga á milli heimsálfanna, er orðinn mjög lítill. Engir erfið- leikar eru heldur á að flytja kjötið óskemt þessa löngu leið yfir heitustu höfin, með hjálp 4 hinna fullkomnu kælitækja, sem nú eru notuð í slíkum flutninga- skipum. Þá er að gæta þess, að land- búnaðarlönd þessi hafa geysistór og frjósöm landflæmi, þar sem hjarðirnar ganga sjálfala í milj- ónatali árið um kring. Talið er að fjárfjöldinn í Ástralíu og Ar- gentínu sé um 200 miljónir. Einstakir bændur í þessum löndum eiga fé svo þúsundum skiftir og þurfa ekkert fyrir því að hafa annað, en að gæta þess, að rýja það, slátra og selja. Engu þarf að kosta til fóðurs eða húsa yfir féð. Það segir sig sjálft, að framleiðslukostnaður- inn verður þarna ólíkt rninni heldur en hér á íslandi, þar sem miklu þarf að kosta til fóðurs, húsa og hirðingar. Þá er þess að gæta, að þetta suðurlanda dilka- kjöt er jafnbetra, fallegra og út- gengilegra en íslenskt kjöt, og hefir unnið öruggan markað í Englandi. Aðstöðumunurinn er því mikill, og eðlilegt, að örðug verði fyrir okkur samkepnin við þessar þjóðir. Útflutningurinn frá þessurn löndum hefir mjög aukist síð- ustu ár. Innflutningurinn á dilkakjöti til Englands hefir verið sem hér segir: Frá Ástralíu: 1930 2.217 þús. skr. 1931 3.258 — — 1932 3.134 — —

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.