Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 14
S AMTÍÐIN urkenna, að við skiljum ekki Japana. Við dáumst að þjóðinni, vísindamönnunum, listamönnun- um, framförunum. En Japaninn, sem einstaklingur, er okkur ráð- gáta, og gagnvart japönskum stjómmálamönnum stendur heim- urinn gjörsamlega ráðþrota“. „Frá því sögur hófust hafa lifað á vörum þjóðarinnar munn- mæli, sem herma svo írá, að jap- anska ríkið hafi myndast fyrir tilverknað skapandi Kami eða guðdóms. Afkomendur Kami ráða enn ríkjum í Japan, og er núver- andi keisari 124. ættliður í bein- an karllegg. Þó að japanskir nú- tíma-mentamenn brosi ef til vill að þessari sögusögn, þá er þó jafnvel núlifandi kynslóð alin upp í trúnni á hana. Og það er ekki gott að segja, hversu mikil áhrif þessi guðdómlegi uppruni hefir haft á japönsku þjóðina.“ „Árið 1895 var ég, ásamt þrem öðrum mönnum, sendur til Jap- an vegna gjafar, að upphæð 200 þús. dollarar, sem Bandaríkin höfðu gefið japanskri stofnun. Að skilyrði fyrir gjöfinni höfðu Bandaríkin sett tvær greinar inn í reglugerð stofnunarinnar, sem aldrei mátti breyta né fella úr gildi. Eftir nokkurn tíma urðu Bandaríkjamenn varir við það, að umráðamenn stofnunarinnar höfðu þegjandi og hljóðalaust felt niður þessar tvær óbreytan- legu lagagreinar, og var þó einn af umráðamönnunum dómari við æðstu dómstóla japanska ríkis- ins.“ „Það var ekki farið í neina launkofa með þetta. Umráðamenn stofnunarinnar viðurkendu, að þeir hefðu á sínum tíma verið þessu samþykkir, en hefði þá ekki grunað, að þessi skilyrði yrðu stofnuninni til óþæginda, eins og seinna hefði komið í ljós. Þessi afsökun virtist þeim full- nægjandi. Þeim kom ekki til hug- ar, að þeir hefðu brotið samn- inga og misnotað traust velgerða- manna sinna.“ „Árið 1904 undirskrifuðu Japan- ar og Korea samning, þar sem Japanar viðurkendu sjálfstæði Koreu, og ábyrgðust öryggi keis- arafjölskyldunnar í Koreu. Árið 1910 tóku Japanar keisarann og fjölskyldu hans fyrirvaralaust föst, og lögðu landið undir sig“. „Árið eftir var japanski ræð- ismaðurinn í Washington spurð- ur í samkvæmi einu þar sem hann var heiðursgestur, hvort Japan- ar hefðu ekki árið 1904 viður- kent sjálfstæði Koreu og heitið keisaranum fullu öryggi. Ræðis- maðurinn játaði því, og sagði, að Japanar hefðu ætlað að halda lof- orð sitt. En eftir nokkur ár hefði komið í ljós, að samningurinn hefði haft aðrar afleiðingar en búist var við, og Japanar hefðu ekki átt annars úrkostar, en að taka stjórn Koreu í sínar hendur. 10

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.