Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 9
S AMTÍÐIN Frá Nýja Sjálandi: 1930 7.141 þús. skr. 1931 8.167 — — 1932 8.453 — — Suður-Ameríku: 1930 4.946 þús. skr. 1931 5.380 — — 1932 4.406 — — Ef borin eru saman árin 1930 og ’32, sést að innflutningurinn frá þessum löndum hefir aukist um 1 milj. og 670 þús. skrokka. Það er því ekki að furða þó þrengist á markaðinum, og að við eigum erfitt með að standast samkepnina. Við íslendingar erum ekki eina þjóðin, sem halloka hefir farið í samkepninni við þessi lönd. DanmÖrk, sem stendur miklu bet- ur að vígi um framleiðslu land- búnaðarvara en við, hefir þó tapað tiltölulega miklu meiri sölu í Englandi en við. Árin 1927— ’29 seldu Danir 280 þús. skr. af nautakjöti til Englands árl., en 33 aðeins 90 þúsund og urðu að eyðileggja um 120 þús. skrokka. ínnflutningur á nautakjöti frá Argentínu, Ástralíu og Nýja Sjálandi hefir aftur á móti verið svipaður öll árin. Sama er sagan nm' innflutninginn á smjöri. Með- an innflutningurinn frá Dan- mörku hefir svo að segja staðið í stað, hefir hann aukist um 100% frá Nýja Sjálandi og 200% frá Ástralíu. Tölur þessar sýna hvert stefn- ir. Þessi lönd, sem betri skilyrði hafa til framleiðslunnar, útiloka hin eða gera þeim erfitt að keppa á heimsmarkaðinum, sem eðlilegt er, og neyða þau til þess að tak- marka sig sem mest við innan- landsmarkaðinn. Hvað er þá hægt að gera til þess að auka markaðinn fyrir landbúnaðarvöruna ? Litlar likur eru til þess að útflutningurinn aukist, og mun jafnvel verða full örðugt með að halda þeim út- flutningi sem nú er. Fyrsta skil- yrðið er að auka innanlandssöl- una, og það hlýtur að vera hægt. Árið 1932 var flutt inn í land- ið mjólk og rjómi fyrir 33 þús- und krónur, egg fyrir 106 þús- und, ýmsar niðursoðnar landbún- aðarvörur fyrir um 14 þúsund og kartöflur fyrir 358 þúsund. Inn- flutningur landbúnaðárvara þetta ár hefir því numið r ú m 1 e g a hálfri miljón króna, og alt eru þetta vörur, sem hægt er að framleiða í landinu sjálfu. Nóg er hér af landi, jafnvel rétt við jaðarínn á Reykjavík er land, sem auð- velt er að gera að kartöflugörð- um eða fyrirtaks túni, sem gefa mundi af sér fóður fyrir hundr- uð kúa. Slíkt land er víðsvegar um landið, á stöðum, sem mjög auðvelt er að rækta, nærri er þjóðbraut og markaði, og skyn- samlegra væri að leggja vinnu og fé í, en sum afdalakotin. Meiri kartöflur væri hægt að rækta á flestum sveitabæjum en nú er 5

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.