Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 24
S AM T í Ð I N STÆRSTU DÝR HEIMSINS í FORTÍÐ OG NÚTI'Ð. Eins og kunnugt er, hafa dýrin á jörðunni tekið býsna mikilli þró- un, eftir því, sem aldirnar og ára- miljónirnar liafa liðið. Lífið hefir orðið til, gerfi þess, einstaklingur- inn, hvort sem uin dýr eða plönt- ur er að ræða, liefir breyst, dýrin hafa þróast frá mjög svo ófull- kominni byrjun, sem er hulin augum vorum langt aftur i myrkri „hniginna alda“, upp að þeirri full- komnun og margbreytni, sem það hefir náð á stundinni, sem er að líða. Það er ef til vill erfitt að henda á nokkura ákveðna stefnu í þessari þróun, en það liaggar ekki þeirri slaðreynd, að þróun hefir farið fram. Oft hefir skotið greinum út frá hinum volduga meið dýraríkisins, sem fallið hafa visnar til jarðar eftir stutta tilraun til þess að ryðja nýjar brautir, en stöðugt hefir krónan vaxið liærra og hærra, og breytt lim sitt „yfir lönd yfir höf“. Hvert stórveldið í dýraríkinu hefir orðið að vikja úr sæti eftir annað fyrir ennþá stærri og tilkomumeiri fylkingum, 20 EFTIR ARNA FRIÐRIKSSON sem skipað hafa öndvegið að þeim látnum. Þannig náðu froskdýrin mestum þroska áður en skriðdýr- in koinu til sögunnar, en á hinn bóginn tóku spendýrin við völd- um, þegar skrimslaöld skriðdýi- anna var lokið. Nú dt* maðurinn að fylla heiminn með tækni sinni og frjósenh, en þó Idaktir fáni ennþá við hún yfir lieimsveldi spendýranna. Sennilega eru spendýrin full- komnasti dýraflokkurinn, sem nokkurn tíma hefir verið uppi. Það hjakkar svo nærri vissu, að við leyfum okkur að fullyrða það. Hitt er jafnvíst, að aldrei hafa ver- ið til stærri dýr á jörðunni en ein- mitt nú, eg á þar við stærstu spen- dýr jarðarinnar, stórhveli, sem lifa í suðrænum höfum. Vildi eg nú með fáum orðum leitast við að skýra, hvilíkar undraskepnur hér er um að ræða. Steypireiður, sem veiddist við Suður-Georgíu í nóvember 1926,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.