Samtíðin - 01.08.1934, Page 4

Samtíðin - 01.08.1934, Page 4
SAMTÍÐIN Það er nú notað til upphitun- ar Landsspítalans, Austurbæjar- skólans og nokkurra annara húsa. Hefir upphitun þessi, svo sem vænta mátti, reynst vel. En hita- magn Þvottalauganna er svo lítið, að almenn not þessarar veitu eru minni en skyldi. Þvottalaugamar eru svo að segja við bæjarvegginn. Næsta hitasvæðið er upp við Reyki í Mosfellssveit, 17—18 km. frá Reykjavík. Hitamagnið þar er miklu meira en við Þvottalaug- arnar, en hefir víst aldrei veríð mælt nákvæmlega og eru því hug- myndirnar um það allmjög á reiki. Þó er það víst, að þar er ekki um að ræða nema lítið brot af þeim 40—50 miljónum hita- eininga, sem telja má að Reykja- vík þarfnist á klukkustund. Nú eru framkvæmdar þar jarðboran- ir til þess, ef verða mætti, að fá aukið magn vatns og hita. Þriðja hitasvæðið er á Reykja- nesskaga, suð-vestan við Kleifar- vatn, liðlega 30 km. frá Reykja- vík. Það er miklu meira en fyr- nefnd svæði og tel ég vafalítið, að þar komi nú upp meira hitamagn en vér höfum þörf fyrir. Fjórða hitasvæðið er í Henglin- um og nær niður í Ölfus. Er það geysistórt og hefir sennilega meira hitamagn en fyrnefnd svæði. — Vegalengd þangað er 35—40 km. Á Reykjum er hitastig vatns- ins nokkru neðan við suðumark, en við Kleifarvatn og í Hengli er hitinn hærri. Er líklegt að þar 2 mætti, auk vatns í hitaveituna, fá gufu til framleiðslu rafmagns. Nýlega hefir Gísli Halldórsson verkfr. vakið máls á því, að hag- kvæmt mundi, ef næg gufa fæst, að nota hana fyrst til aflfram- leiðslu en síðan til upphitunar vatns í hitaveituna. Eru tillögur þessar um aflframleiðsluna í sam- ræmi við raddir þær, er fram komu við fyrstu umræður þessa máls hér, enda bendir reynsla sú, sem fengin er um hveravirkjun erlendis (t. d. í Ítalíu og Banda- ríkjunum) til þess, að nota mætti jarðhitann hér á þann hátt. Lík- ur benda einnig til þess, að þess- háttar jarðhitavirkjanir yrðu stór- um ódýrari hlutfallslega, en virkj- un vatnsafls, jafnvel þar sem skil- yrði eru ágæt. Það ætti því að mega telja það sjálfsagt, að ekki verði ráðist í dýra hitavieitu án þess að þvílíkir möguleikar til sameiginlegrar virkjunar afls og hita væru athugaðir og notaðir, ef þeir eru fyrir hendi. Ef ekki fæst nægilegt hitamagn við boranir þær, sem nú eru gerð- ar við Reyki, virðist um þrjár leiðir að velja: 1. að hætta við veituna, 2. að leiða það vatn sem fæst við Reyki ofan til Reykja- víkur þó að það fullnægi ekki hitaþörfinni, og 3. að leita til stærri hitasvæða. Sennilega verða menn sammála um það, að af þessum leiðum komi aðeins önnur og þriðja til greina. En undarlegt má það heita, ef

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.