Samtíðin - 01.08.1934, Side 23

Samtíðin - 01.08.1934, Side 23
S AMTÍÐIN bernskuskeiði íþróttahreyfingar- innar voru slys af orsökum of- reynslu tíðari en nú, en sam- keppnin og' afrekin þó miklu veiga- minni. Meðal íþróttaþjóðanna hættir sér enginn til leiks nú orðið, nema með góðum undir- búningi. Hjá okkur íslendingum er þetta öðru vísi, af því við stöndum enn á byrjunarstigi, eða réttara sagt, við stöndum enn á byrj unarstiginu, af því að við höfum enn ekki lært að breyta eftir þessu höfuðatriði allrar íþróttaþróunar. Meðal íþrótta- þjóðanna þykir styttri undirbún- ingstími en þrír til fimm mán- uðir ófullkominn. Hér láta menn sér nægja eins til tveggja mánaða tíma og æfa þá óreglulegar og flausturskendar, eins og við er að búast. Nei, kappleikar eru ágætt og óhjákvæmilegt meðal til að efla þroska íþróttamanna, en því að- eins þó, að ekki sé vikið á snið við aðalatriðið, undirbúninginn. Eftir því sem undirbúningur und- ir kappleik gerir meiri kröfur til eiginleika íþróttamannsins, því meiri þroska hefir hann í för með sér. Þroskaáhrif íþróttanna verða meiri fyrir kappleikinn, bæði lík- amlega og andlega — og, síðast en ekki síst, siðferðilega. En þeir íþróttamenn, sem ekki hafa feng- ið nægilegan undirbúning og hafa ekki nægilegan íþróttaþroska, eða ekki eru líkamlega heilbrigðir, eiga ekki að taka þátt í kappleik- um — og á ekki að leyfast það. — í öllum málum viðvíkjandi kappleikum og undirbúningi íþróttamanna undir þá, er sjálf- sagt að hafa íþróttalæknirinn með í ráðum, og íþróttamenn í þjálf- un ættu iðulega að leita ráða hjá honum. Hann getur ái’eiðanlega gefið þeim rnargar dýrmætar l)endingar, svo að þjálfunin komi að betra haldi en ella. 21

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.