Samtíðin - 01.08.1934, Page 32

Samtíðin - 01.08.1934, Page 32
S AMTÍÐIN semjari, og haft meira en nóg að gera. En í þetta sinn var ekkert stórmál á dagskrá. „Það var ekkert sérstakt, sem við vildum þér“, sagði Mona með blíðubrosi, þegar mér hafði loks- ins lánast að troðast milli stóla og borða til þeirra. Ég tylti mér á bláhornið á ein- um stólnum til þess að gróa ekki föst, og notaði tækifærið til þess að gefa tilfinningum mínum laus- an tauminn. „Þegar ég sé hvern- ig þið hafið það", sagði ég og horfði öfundaraugum á meðlimi samkundunnar til skiftis, „þá sannfærist ég um, að hjónaband- ið er enn í dag arðvænlegasta at- vinnugreinin fyrir ungar stúlkur — alveg eins og fyrir hundrað árum síðan“. Ræða mín vakti skerandi skræki og pilsaþyt, en það verk- aði á mig eins og lófatak. „Ég sé ekki betur“, hélt ég áfram, „en konan verði framvegis að skoða hjónabandið sem hverja aðra at- vinnu eða — eða „lotterí“. Mótmælunum rigndi yfir mig. „Þetta er hreinasta fjarstæða“, sagði ein þeirra. „Brautryðj end- ur kvenfrelsisins hljóta að snúa sér í gröfum sínum yfir öðru eins og þessu. Að þú, sem hefir at- vinnu og hefir ofan af fyrir þér sjálf, skulir fara með annan eins þvætting“. „Já — sextíu krónur um mán- uðinn — það hefir einmitt sann- fært mig“. „En þú átt heimili í bænum“. „Alveg rétt“, sagði ég sigri hrósandi. „Þarna komstu einmitt með það, sem ég ætlaði að segja. Ég á sem sagt alt undir öðrum“. „Já en það er kreppan, sem veldur þessu“. „Já, og kreppan gerir það einn- ig að verkum, að hjónabandið er dálítið hæpinn búhnykkur. Mað- ur getur átt það á hættu, að bank- inn taki húsið og bílinn og maður sitji svo eftir með manninn ber- strípaðan. En þrátt fyrir það, þá sýnist mér samt reynsla ykkar benda í þá átt, að hjónabandið verði þrautalendingin". „Þú heldur kannske, að það sé tekið út með sældinni"? sagði ein þeirra, beiskjulega. „Það er sennilega undir vilja- krafti hvers og eins komið“, sagði ég og lét engan bilbug á mér finna. „Það verður bara að taka hlutverkið föstum tökum. Gamla fólkið mundi víst ekki tönnlast á því, að menn geti það sem þeir vilji, ef engin hæfa væri fyrir því“. „Uss, ekki svona hátt“! sagði Mona og deplaði augunum. „Þeirri gömlu þarna verður flökurt af að hlusta á þetta“. Framh. ÖO

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.