Samtíðin - 01.10.1934, Qupperneq 17

Samtíðin - 01.10.1934, Qupperneq 17
S AMTÍÐIN NORDAHL GRIES: SKÁLINN Á HEIÐINNI Nordahl Grieg er cinn af yngstu en þó þektustu skáldum Norðmanna. Hann cr fæddur 1902. Að afJoknu kanditatsprófi fór hann til Oxford til framhaldsnáms og hefir síðan dvalið mest utan ættlands síns, á sífeldum ferða- lögum. Grieg var fyrst í ýmsum löndum sem fréttaritari fyrir Tidens Tegn, meðal annars í Kína meðan á innanlandsstyrjöldinni stóð. Daðan skrifaði hann mjög smellin ferðabréf, sem komið hafa út í bók, er hann kallar Kín- verskir dagar. Tvær skáldsögur hefir hann skrifað. Rundt Kap det goda H&b og Skibet g&r videre. Báðar þessar sögur eru fjörug og tilgerðarlaus Jýsing á Jífi sjómannanna, sem flækjast um höfin frá Jandi til lands, og Jenda f ýmsum æfintýrum, ýmist á ólgandi hafinu eða í sjómanna- og vændis- kvennahverfum stórborganna. Grieg hefir einnig skrifað nokkur Jeikrit og mikið af Jjóðum. Það er líf og fjör í öJJu sem hann skrifar, enda er hann án efa eitthvert snjallasta og vinsæJasta skáld Norðmanna, af þeim sem nú eru uppi. — GJ, R. Efnt var til skála uppi í óbyg'N Æptu í þunnum borðum vindar og vetrarél. En þama var nóg af þúfum, og þúfa var skálinn sjálfur, tryfður og varinn vel. Menn staulast kvölds og morgna margir frá skáladyrum götu grafna í snjó. Veg á um heiðina að hlaða. Harðgrýtið sprengja og aka því út um mýri og mó. Utan úr drífu og dimmu dagsveitin þreytt og hungruð kveldverði er lvomin að. Bakvið rúmtjöld sig ræskja rumskandi menn, sem bráðum fara til starfa af stað. Lyktar af svita og sudda, senda ramman að vitum þef hin þornandi föt. En sætt frá ofninum anga, innan um sokka og brækur, kaffi, baunir og kjöt. Kaffið í þögn er þambað, þrifuð og skafin klæði, reykt og fleygt sér á flet. Nú er notalegt inni, nóg af olíu og kolum. Úti er húm og hret. Verkstjórinn víkur í homið. Viðtækið á að reyna. Tónamir titra ótt. Hvinur, hlátur og öskur-------- Hafrót í ljósvakageimnum. Ymja frá eilífum stjörnum óp meðal vor í nótt? N a u t i ð fer öskrandi og ært, æðir í norðri um vígsvið tómsins, vafurlogandi húmleiftrahjörvi himnariddarans sært. Hrotkend og lostug hljóð? Úr híði fer Björninn á stjá. Sagt er að birnunni hann sinni ekki lengur sjái hann hvítar og snoðnar meyj ar \ halda hjá. 15

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.