Samtíðin - 01.05.1940, Síða 15

Samtíðin - 01.05.1940, Síða 15
SAMTÍÐIN 11 fólki, sem var meira eða minna und- ir áhrifum víns. Þetta var einkenni- legt fólk, og ekki að mínu skapi. Erla gaf mér liýrt auga, en ég lét sem ég sæi það ekki. Ég flýtti mér heim. Um nóttina varð ég andvaka, og þá orti ég kvæði til Erlu. Ég sendi henni það daginn eftir. Kvæð- ið er á þessa leið: Það var sumar og sól, er við mættumst fyrsta sinni, fyrir mörgum, mörgum árum. Þú varst barn æskunnar og vorsins, saklaus, ung og fögur. Ég var líka ungur — ungur og sterkur. Eg var beiningamaðurinn, en þú áttir alt. Neitunarvaldið var þitt. Þú áttir alt, en gafst lítið sem ekkert. Arin liðu hvert af öðru, mörg ár. Aftur lágu leiðir okkar saman. Neitunarvald þitt var þrotið. Þú áttir lítið — en þú bauðst það iitla, sem þú áttir. Gjafmildi þín var takmarkalaus. Þá var það ég, sem neitaði. Ég lyfti glasi mínu og drakk skál fjöldans. Það lék napurt háðbros um varir mínar, er ég drakk skál fjöldans — og þína. Þetta er kvæðið, sem ég orti til Erlu. Seinua var það birt í tímáriti og kallað óort kvæði. En það er ekki óort. Rilstjóri tímaritsins greiddi mér tiu krónur i ritlaun. Ég vissi, að ég liafði engan rétt til þess að taka við borgun fyrir kvæðið, því að ég átti það ekki. Erla átti það. Það var tileinkað henni. En ég stóðst ekki freistinguna. Eg keypti mér flösku af brennivíni fvrir rit- launin og drakk skál Erlu. Skál hennar — og fjöldans. Ég lief heyrl sagt, að fólk áliti, að það væri Erlu að kenna, að ég varð sinnisveikur, en það er ekki rétt. Til veikinda minna liggja all aðrar ástæður, sem of langl yrði upp að telja. Mér endist áreiðan- Jega ekki aldur til að skýra frá þeim. Ég veit ekki, livað ég á að gera af mér i kvöld. Réttast væri að fara snemma að Jiátta, en ég veit, að ég' get ekki sofnað. Ég þori ekki að talca inn svefnmeðal, því að það gæti riðið mér að fullu, og' þá gengi vátryggingarfélagið með sigur af liólmi. Annars á ég' nóg af svefn- meðulum. Ég er búinn að safna þeim að mér um langan tíma. Hug- myndin að sjálfsmorðinu er ekki alveg ný. Ég lief eytt miklum tíma til umliugsunar um, livaða aðferð væri lieppilegust við að svipla mig lífinu, og ég lief komist að því, að inntaka væri best. Slíkt er kvala- minst og lireinlegast. Ég verð að gæta þess vel og' vandlega, að mín- ar jarðnesku leifar líti ekki illa iit. Illa útlítandi lík evkur sorg aðstand- endanna og varpar skugga á endur- minningarnar um liinn látna. Ég treysti mér ekki til að skrifa meira i dag. Iiugur minn er svo reikandi. Rrennivín mvndi gera mér gott, og ég' á peninga fyrir því. r IDAG ER 6. maí. Eg myndi tæp- ast vita, hvaða dagur væri, ef ekki stæði svona sérstaklega á. Ég lít á dagatalið á hverjum morgni og gleymi aldrei að rífa af. I morg- un datt mér í hug að gleyma því vísvitandi og látast trúa því, að enn væri sá fimti. Ég taldi mér trú um, að með því gæti ég blekt sjálfan

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.