Samtíðin - 01.05.1940, Qupperneq 20
16
SAMTIÐIN
PÉTUR JAKOBSSON :
Um leiguburð
Niðurl.
Á miðöldum tók kirkjan að am-
asl við váxtatöku af peningum.
Taldi hún ósæmilegt, að ])eningar
fæddu af sér peninga. Hins vegar
félst hún á, að Icigur væru greidd-
ar af fríðuin peningi. Þetta vaxta-
bann kirkjunnar náði þó ekki lil-
gangi sinum. Viðski])taþörf lífsins
krafðist lánsfjár, og lánveitendur
vaxtanna. Kirkjan, sem víða var
auðug, lánaði peninga og tók vexti
þrátt fyrir eigið bann, en ])að var
í umrituðu formi, l. d. með hækk-
uðum höfuðstól fram yfir ])að, sem
út var greitt. Þegar þingvald þjóð-
anna hér i álfu á miðöldunum varð
að þoka fyrir konungsvaldinu, og
konungar urðu löggjafar þjóðanna,
létu þeir vaxtalöggjöfina til sín
taka. Þeir höfðu tilhneigingu til að
lögbjóða lága vexti af lánum, trygð-
um með veði í fasteign. Gerðu þeir
]>etta til að þóknast sjálfseignar-
bændum og aðalsmönnum, sem oft
þurftu á peningalánum að halda.
Þeir nutu svo góðs af sjálfir.
Konungar á miðöldunum þurftu
oft sjálfir á lánsfé að halda. Þótti
])á ekki sæmilegt að laka hærri vexti
af lánsfé til konungs en lögboðið
var þar i landi, og er það auðskil-
ið mál.
Ef við nú hugleiðum, hvað gerst
hefir hér á landi á umliðnum öld-
um í peningalánum og vaxlatökum,
af fé og okur
verður fyrir oss afrás erlendra
strauma. Okkar fvrsta lögbók, lýð-
veldislögbókin Grágás, ákveður
vexti af lánum og viðurlög fyrir
vanskil þeirra. Lögvextir Grágásar
voru 10%. Væri skuldin ekki greidd
í eindaga, bættust 10% við fyrir
„harðafang“. Væri dæmd skuld
ekki greidd, samkvæmt dómi, var
það dómrof, og var refsing fvrir
það fjörbaugsgarður. Varð þá að
höfða nýtt mál fyrir dómrof og láta
varða fjörbaugsgarð. Að þessu und-
angengnu sektist alt fé dóiriþola og
var gert u])])tækt í féránsdómi, en
sjálfur varð dómþoli að vera utan
lands þrjá vetur. Hrykki fé dóm-
þola ekki l'yrir öllum skuldum í
féránsdómi, sem á bonum livildu
og fjörbaugnum að auk, varð hann
sekur skógarmaður, óalandi, óferj-
andi og óráðandi öll bjargráð. Voru
þetta harðir viðskiptakostir. Munu
])essi Iög hafa gilt hér fram vf-
ir siðaskiptin árið 1000. Hér sem
annars staðar skarst kirkjan i lcik-
inn. Bannaði hún að taka vexti
af peningum, en levfði leigur eftir
gangandi þening og jarðir. Á mið-
öldum sóttust ríkir menn hér á landi
eftir jörðum, því að þeir höfðu
kirkjulegt levfi til eftirgjalds eftir
þær. Þegar Jónsbók kom út hingað,
1281,hafði húnákvæðium leigur eft-
ir gangandi pening og landsleigu.
Við þessu amaðist kirkjan. Reis hér