Samtíðin - 01.06.1940, Page 8

Samtíðin - 01.06.1940, Page 8
4 SAMTÍÐIN Háskóli vor á tímamótum Viðtal við dr. ALEXANDER JÓHANNESSON háskólarektor HÁSKÓLI ÍSLÁNDS var stofnað- ur 17. júní 1911. Þótti það vel við eiga, að þessi æðsta mentastofn- un þjóðar vorrar vrði þannig um ald- ur og ævi tengd minningu Jóns Sig- urðssonar forseta. í tæp 30 ár hef- ur háskóli vor starfað við næsta óviðunandi skilyrði í húsakynnum Alþingis. Mér er það í fersku minni, að við, nemendur lieimspekideildar- innar, liröktumst þar stofu úr stofu á árunum 1922—20, og eftir að Al- þingi tók til starfa, í febrúar ár livert, var næsla erilsamt í húsinu, svo að ekki sé dýpra tekið i árinni. Það þótti hrátt auðsýnt, að háskól- inn gæti ekki til frambúðar unað við starfsslcilyrðin í Alþingishúsinu, en nú hefur húsnæðismál hans ver- ið leyst á myndarlegan hátt. Þann 17. júní n.k. verður liið mikla há- skólahús vort vígt með mikilli við- höfn, og hefst þá vonandi nýtt og mjög batnandi tímabil í sögu þess- arar virðulegustu mentastofnunar íslendinga. Samtíðin hefur á þessum tíma- mótum í sögu háskólans snúið sér til dr. Alexanders Jóhannessonar há- skólarektors og rætt við hann ýmis- legt viðvíkjandi skólanum, en eng- inn maður hefur átt jafn virkan þátt í því, að háskólahúsið nýja er nú til orðið, og hann. Dr. Alexander var kjörinn háskólarektor fyrir ára- bilið 1932—35 í því skyni, að hann fengi góð skilvrði til þess að beita Alexnnder Jóhannesson sinum alkúnna áluiga og miklu starfskröftum í þágu byggingar- málsins. Árið 1932 hafði hann geng- ist fyrir því, að stúdentagarðurinn yrði reistur, enda hafði liann áður hafl forgöngu um það mál, ásamt Lúdvig Guðmundssyni, sem var lif - ið og sálin í fjársöfnuninni til garðs- ins, og fleiri mönnum. Garðurinn komst upp haustið 1934. Meðan dr. Alexander var rektor á fvrnefndum árum, bar liann til sigurs stofnun atvinnudeildar háskólans, þrátt fvr- ir mikla mótspyrnu. Enn fremur átti hann drýgstan þátt í því, að Happ- drætti Háskóla íslands komst til framkvæmda, og hefur hann verið formaður stjórnar þess frá upphafi og einnig formaður byggingarnefnd- ar háskólans.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.