Samtíðin - 01.06.1940, Qupperneq 16

Samtíðin - 01.06.1940, Qupperneq 16
12 SAMTÍÐIN gólfið og liélt báðum höndum um höfuð sér. Það var rennvott af svita. Hann skjögraði að rúminu, lét fall- ast í það og dró ábreiðuna ofan á sig. Þarna lá hann. Honum var afar heitt — heitt og kalt á víxl. Hann hugsaði um peningana og hvernig hann ætlaði að eyða þeim. Honum fanst viðbjóðslegt, að hafa sýkst á þennan hátt. Nú fór tiann að hríð- skjálfa. Hann slarði upp í loftið, fárveikur og titrandi. En þegar þeir fundu hann, var liann ekki einu siuni volgur. Bætiefni og neglur MERK KONA hér í hæ hefur tjáð Samtíðinni þakkir fyrir greinar þær um liollustu mataræðis, sem vér höfum flutt við og við. Þessi kona mintist á hollustu mjólkur. Hún kvaðst liafa hætt að mestu að drekka mjólk uin tíma i vetur. En þá tók liún eftir þvi, að neglurnar á höndum hennar fóru að klofna og verða mjög óræstilegar. Skömmu seinna hreytti hfm um mataræði og tók á ný að neyta mjólkur í rík- ara mæli. Breyttust þá neglur henn- ar og liúð til mikils hatnaðar. Þetta dæmi er mjög athyglivert og sýnir, hve mjólk vor er holl og bætiefna- rik fæða. Jón gamli: — Voðalegir tímar, sem við lifum á. Ekkert nema stríð, morð og íþróttamet. Jörgen frá Húsum: LÖGMANNSSKEMMAN Sé'ð hef eg hana Sunnefu, sat lnin við rokkinn og spann. í skenununni logar á skíðum, skærara saint brann ljósið, sem á lágnættinu lögmaðurinn ann. Situr luin þar og syngur, er syrtir að um kveld. Rokkurinn hennar raular, — raðað er næfri á eld. — Lögmaðurinn er kulvíá, þá kápan er niður feld. Hann sór lienni ástareiða við ætt og göfugt nafn, og hót kvaðst ekki liirða um „heimsins" dómasafn. í rökkri cr hæpið að ráða, hvort reikningurinn er jafn. Sálirnar saman runnu. — Sagan her um það vott. — Máninn á gluggann gægðist og gerði að þeim spott. Meinfús var var hann Máni. — Var myrkrið þeim of gott? L't eru eldar brunnir, en o’n í fölskvans glóð, úr sollnum undum seytlar Sunnefu hjartahlóð. — Eiðrofinn sakfeldi sjálfur hið svívirta og tælda fljóð. Er sem að mér sæki úr eldsglæðum kynjamögn. Fölur í framan er máni. In ferlega þjóðarsögn mér dynur dimt i eyra í dalsins mildu þögn. A Skriðuklaustri er skemma. Skygnir menn þar sjá mikilleitan mann einn meyju ungri hjá. Hún horfir á hann hrifin með hjartað fult af þrá.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.