Samtíðin - 01.06.1940, Side 20

Samtíðin - 01.06.1940, Side 20
16 SAMTÍÐIN Síra Einar Sturlaugsson : Svartagull undirdjúpanna EGAR VÉR vorum börn, dreymdi oss stundum stóra drauma um framtíðina. Vér ætluð- um að sigla út í lönd og verða vold- ug og rík, byggja liallir og lifa kon- unglegu lífi. En vísasta leiðin og fljótfarnasta til slíkrar upphefðar var ávalt sú, ef liepnin var með, að gerast gullgrafai'i og finna gull í jörðu. En alt var það „drauma- gull" æskunnar, ósvikið lýsigull. Önnur auðæfi, fljótteknari, þekti ímyndunarafl vort ekki þá. En viðhorfin breytast eftir því, sem ái’in líða. Draumár sumra ræt- ast, en á annan veg þó en æskan bugði. Reynslan færir mönnum ný viðhorf. Margur hefur gert gullnámudraum sinn að veruleika, — hefur bók- slaflega grafið lýsigull úr jörðu. En hinir eru miklu fleiri, sem aldrei bafa fundið draumgull sitt, en liafa þö varið allri ævinni til eins konar gullvinslu. Það eru nánnimenn námulandanna. í stað lýsigulls grafa þeir svarta- gull úr iðrum jarðar, og ekki eru aðrar auðlindir meiri né þjóðun- um eflirsóknai'verðari en svarla- gullsnámurnar eða kolanámurnar, eins og vér venjulega köllum þær. Lesendur Samtíðarinnar hafa les- ið frásagnir ritstjórans um hitt og þetta, sem fyrir augu og eyru bans bar i hinni miklu heimsborg London. Mig langar lil að biðja lesendurna að fvlgja mér um stund, — ekki „til grafar“, en niður í jöi'ðina saml, þangað sem svartagull undirdjúp- anna, hinn mikli ljós-, bita- og afl- vaki, kolin, eru unnin. Þar sem menn sveitast nætur og daga, ár eftir ár og öld eftir öld, látlaust við hið sama, að grafa þetta ómiss- andi svartagull úr iðrum jarðar. I fögru veðri og heitu lögðum vér af stað, 20 í flokki, ungir menn og konur, allt Noi'ðui'laiidabúar, nema tveir Indverjar og einn Kínvei'ji, til að skoða kolanámu í því héraði Englands, sem Derbyshire heitir, skaxnt frá Svvanwick, — en þar i grend eru kolaauðugustu héruð landsins. Áður en lagt var á slað niður i námuna, fékk hver silt Ijósker, sem þannig var útbúið, að vírnet var ut- an um glasið, en botninn var þykk- ur og gjörður úr blýi, og jók ]>að mjög á þyngd Ijóskersins, en fyrir það sama stóð það betur en ella, þar sem það var sett niður. Þá var hverjum einum tilkynt, að liann færi niður á eigin ábyrgð, þ. e. að engai' bætur fengjust eftir menn, þótl illa færi. En sú bætta vofir vfir hverjum, sem niður i kolanámu fer, að slórslys geli orðið; að gang- ar hrynji, gastegundir myndist og sprenging verði o. s. frv. Einn af vei’kstjórum eða ráðandi mönnum

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.