Samtíðin - 01.06.1940, Page 32

Samtíðin - 01.06.1940, Page 32
28 SAMTÍÐIN Ej' NSK KONA, Pamela Frankau, _j sagði nýlega í útvarpserindi: — Mikið er ég fegin því, að ég skuli ekki framar vera ung. Fyrir- lít ég þá æskuna? Fjarri fer því. Æskan er yndisleg, hamingjusöm, töfrandi og rómantísk, — ef hún er skoðuð úr þeirri fjarlægð, sem full- orðinsárin veita. En það er ekki gaman að vera kornung stúlka. Seytján ára stúlka á ekki sjö dag- ana sæla. Ég held, að sá aldur sé einna örðugastur. Þá eru stúlkur ófrjálslegar, klaufalegar og i sífeld- um vafa um alt og alla. Þær liafa enn ekki fundið sjálfar sig eða rétt- ara sagt: Þær Iiafa týnt sjálfum sér. Og kona hefur ekki fundið sjálfa sig til hlítar fyr en hún er orðin 35 ára. Lítið á kornunga stúlku, þegar hún er að fara á dansleik. Hvílíkt hugarástand, ef hægt er að tala um slíkt í því samhandi. Stúlkan spyr sjálfa sig: Er ég nú eins og ég á að vera? Og hún svarar: Ég vildi, að ég væri grennri. Skyldi piltun- um nú lítast á mig? Ég vona, að enginn reyni að kyssa mig! Þó vona ég nú, að einhver geri það. Ég vildi, að ég væri falleg. Ég vildi, að ég væri ekki að fara á dansleik. Ég vildi, að ég yrði ekki feimin, þeg- ar ég geng inn i danssalinn, og all- ir horfa á mig. Heróp æskunnar er: Ég vildi óska. Ég vona. Ég er hrædd um. Hvað segja ungar, islenskar stúlk- ur um þennan dóm hinnar rosknu, ensku konu. Orðið er laust. Sendið Samtíðinni örstutta grein og segið ])ar álit yðar á æsku konunnar.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.