Samtíðin - 01.05.1942, Page 7

Samtíðin - 01.05.1942, Page 7
SAMTiÐIN Maí 1942 Nr. 82 9. árg., 4. hefti AÓFRIÐARTÍMUM, þegar hinir svo- köiluðu leiðandi menn þjóðanna siga þegnum sínum út í fáránlegar árásir á borgir og saklaust fólk, og daglega er reynt að setja heimsmet í hvers kyns eyðileggingu og skemmdarstarfsemi, reik- ar hugur okkar stundum til þeirra manna, sem unnið hafa mannkyninu mest gagn. Vissulega eru það ekki hinir háværu lýð- æsingamenn, sem miða starf sitt við líð- andi stund og skeyta hvorki um skömm né heiður, heldur eru það m. a. hinir kyrrlátu vísindamenn, sem vinna sitt risa- vaxna ævistarf í fullkomnu yfirlætisleysi. fjarri strætum og gatnamótum hinna póli- tísku múgæsinga. Þessir rnenn vinna ekki vegna hagsmuna líðandi stundar, heldur miklu fremur með heill óborinna kynslóða fyrir augum. Einn af mestu velgjörðarmönnum þess- arar aldar, Sir Frederick Banting, and- aðist 24. febr. árið 1940. Sir Frederick Sat sér heimsfrægð fyrir það, að hann fann upp lyfið i n s u 1 i n, sem notað er með miklum árangri gegn sykursýki. Tal- ið er, að í Bretlandi einu hafi þetta fræga lyf bjargað heilsu og Iífi 100.000 manna. Það er því engin furða, þótt Sir Frede- i'ick yrði mörgum harmdauði. Sagan um uppgötvun hans, sem talin er einn af mestu sigrum læknavísindanna, er sögð þannig af frægum brezkum lækni, fyrrverandi samverkamanni Sir Frcderick Bantings: Banting var ungur Iíanada-herlæknir í heimsstyrjöldinni 1914—18. Honum var þá veitt heiðursmerki fyrir læknisafrek sín, hann særðist hættulega á handlegg og var því sendur heim. Til allrar hamingju var hann ekki látinn gegna venjulegum hækrisstörfum, er sár hans voru gróin, heldur var hann gerður að læknaskóla- hcnnara og fékk við það góðan tíma til lestrar vísindarita og ágæt rannsóknar- shilyrði. Kvöld eitt var hann að undirbúa fyrirlestur uni sykursýki, sem um 30 ára skeið hafði verið alkunnur sjúkdómur, þótt enginn læknir hefði enn fundið ráð til þess að ráða niðurlögum hans. Þetta kvöld opinberaðist Banting möguleiki til lækingar sjúkdómsins. Gagntekinn af hugsjón sinni, fór hann til prófessor Ma- celods við lífeðlisfræði-rannsóknardeild- ina í Toronto og bað hann að ljá sér af- not af rannsóknarstofu deildarinnar. Með nokkrum eftirgangsmunum voru þau látin honum í té, og auk þess var honum léð- ur aðstoðarmaður um 8 vikna skeið. Þeir tóku til starfa og unnu allt hvað af tók, þrátt fyrir hinn óskaplega sumarhita. Vik- um saman mistókust allar tilraunir þeirra, og peningar Bantings gengu svo til þurrð- ar, að hann neyddist til að selja húsgögn sín, til þess að geta haldið rannsókninni áfram. Gerð var tilraun á hundum, sem voru með sykursýki. Banting dældi lyfi sínu inn í einn þeirra, en árangurinn varð enginn. Aftur var setzt við rann- sóknirnar og eftir nokkurn tíma var ann- að lyf tilbúið. Því var dælt inn í annan veikan hund, og eftir fáeinar klukku- stundir sá Banting örugg merki um bata. Að lokum hafði þá fundizt lyf við hinni geigvænlegu sykursýki, og áður en varði voru allir starfsmenn hinnar miklu rann- sóknarstofnunar önnum kafnir við að framleiða i n s u 1 i n í stórum stíl. Brátt fannst aðferð til þess að afla þessa kynja- vökva úr sérstökum kirtlum nýslátaðra nautgripa, og þar með var mannkyninu séð fvrir nægum birgðum af lyfinu í bráð og lengd. SAMTÍÐIN þakkar hér með öllum hin- um fjölmörgu áskrifendum í Reykja- vík, Hafnarfirði og úti uin land, sem þegar hafa greitt árgjaldið sitt (kr. 10.00) fyrir 1942. Þeir fáu kaupendur, sem cnn eiga eftir að gera skil, eru vinsaml. beðnir að gera það nú þegar.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.