Samtíðin - 01.02.1944, Qupperneq 8

Samtíðin - 01.02.1944, Qupperneq 8
4 SAMTÍÐIN VIÐHORF DAGSINS XI Frá sjónarmiði blaðamanns Eftir KARL ÍSFELD blaðamann Kæri ritstjóri. Þú hefur óskað eftir því, að ég léti fáein orð flakka um viðhorf dagsins frá sjónarmiði hlaðamanns, Karl ísfeld og þó að mér sé fyllilega ljóst, að þú hefðir getað fundið, í hópi ís- lenzkra hlaðamanna, eldri, revndari og snjallari hlaðamann en mig, til þessa verks, vil ég ekki með 511 u víkjast undan beiðni þinni, enda máttu sjálfum þér um kenna, að ekki tekst betur til en raun er á, fyrst þú varst svona seinheppinn i valinu. Við skulum þá snöggvast svipast um í ritstjórnarskrifstofu í byrjun vinnutímans. Strax meðan verið er að snúa lyklinum í skránni, heyrist gamal- kunn, en fremur hvimleið tónlist, inni í skrifstofunni. Það eru allir símarnir, sem hringja án afláts, og er skjótt frá að segja, að þessi ógeð- felldi sónn dynur í eyrum hlaða- mannsins allan starfsdaginn og má j)ó varla á bæta eril hans og ónæði, þvi að sjaldnast er verið að „slá á þráðinn" til þess að færa blaða- manninum fréttir, heldur til þess að kvarta undan því, sem rangt hafi verið með farið í blaðinu daginn áður. En öllu verður hlaðamaður- inn að laka ineð himnesku hliðu- hrosi og silkimjúkum orðum, en hvað hann kann að hugsa, segi ég ekki. Blaðamenn eiga líka sín leynd- armál. En ein hringingin vekur meiri hroll en aðrar. Það vantar handrit á vélarnar. Nú verður að hringja í allar átt- ir, til þess að reyna að þefa uppi fréttir. Stundum er lögreglan aðal- hjálparhellan: hil númer þetta eða hitt var stolið í nótt, fullur maður í stolnum híl ók á ljóskersstaur i Suðurgölu i gærkveldi, staurinn

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.