Samtíðin - 01.02.1944, Síða 19

Samtíðin - 01.02.1944, Síða 19
SAMTÍÐIN 15 HREIÐAR E. GEIRDAL: Skrælingjar T ÍSLENDINGABÓK segir Ari Þor- 1 gilsson frá fundi Grænlands í fá- um orðum. Enn freinur segir hann um Eirik rauða og aðra landnáms- menn á Grænlandi: „Þeir fundu þar nianna vister bæþi austr og veslr á landi, oc keiplabrot oc steinsmíþi þat es af þuí má scilia, al þar hafþi þess conar þióþ farit, es Vínland hevir bygt oc Grænlendingar (það er Islendingar) calla Scrælinga.“ Þegar ég las þetta í fyrsta skipti, þá fannst mér orðið skrælingjar ein- kennilegt og' óskiljanlegt og hugsaði mér því að reyna að fá skýringu á þvi á einhvern hátt. Mér fannst ótrúlegt, að hinir fornu íslendingar hefðu búið þetta orð til alveg út í bláinn. Eitthvað sérstakt hlutu þeir að hafa átt við með þessu nafni, er þeir gáfu hinum nýfundna þjóðflokki. Ég taldi nú helzta ráðið til þess að fá skýringu á orðinu, að spyrja fróða menn og leita í alfræðiorða- bókum. Hið fyrra reyndist mér gagnslaust, en hið síðara ætla ég að rétta þeim næsta. Dansk Ordbog udarbejdet af B. T. Dahl og H. Hammer segir: „Skræl- ling -en, -er (Afledn. af skral, daar- lig, skröbelig). 1) et Menneske af svagelig, skröbelig Helbred, en Svækling, Skrantning, Stakkel; 2) Skrællinger. Ft. (on = oldnordisk Skræling(j)ar, m. pb), de gamle Nordboers Navn paa Grönlands Be- folkning.“ Salmonsens Leksikon segir: „Skrælling var det Navn Nordbo- erne i Grönland betegnede Eskimo- erne med. Ordet Skrælling bruges nu om en Person som er svag i sin Opvækst, en Stakkel, en Svækling.“ 111. konversations Leksikon ved E. Rördam og Store nordiske segja hið sama. Danski fornfræðingurinn dr. Poul Nörlund, sem gróf upp kirkjurúst- ina og leifarnar af kirkjugarðinum ó Herjólfsnesi á Grænlandi, segir i bókinni „De gamle Nordbobygder ved Verdens Ende“, hls. 122: „Skræ- lingerne var Nordboernes Navn paa Eskimoerne, og er der meget, der taler for, at detle navn er afledt af det eskimoiske kalatleq; Flertal: ka- latdlit, hvormed Grönlands Befolk- ning endnu den Dag i Dag betegner sig selv.“ „ Ekki gat ég gert mig ánægðan með þessar skýringar, en þóttist nú alveg viss um, að enginn hefði enn þá fundið liina réttu merkingu orðsins. Hvað átti nú til bragðs að taka? „Ef enginn talar orð við þig, þá er að tala við sjálfan sig.“ Ég fór nú að velta fvrir mér orðinu skræl- ingjar og taldi þá heppilegast að treysta rétthermi Ara og málvönd- un og athygligáfu hinna fornu ís- lendinga. Það fór svo, að mér tókst

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.