Samtíðin - 01.06.1944, Page 30

Samtíðin - 01.06.1944, Page 30
26 SAMTÍÐIN að sjá, að honum var byrjuð að renna reiðin. „Jæja, það dugar ekki að fárast yf- ir því. Hana. Hann rétti mér veiði- stöngina. „Renn þú.“ Ég færðist undan og bar því við, að ég væri með gigt i hægri öxlinni. Svo tók ég það einnig fram, til að mýkja hann ofurlítið, að ég vildi iniklu heldur horfa á hann veiða; ég gæti lært svo mikið af ]ivi. Grohh- kennt bros færðist yfir andlit hans. Hann sagði, jæja, og óð úl í. Á svip- stundu var annar fiskur kominn á. Eg var að vona, að það væri sami fisk- urinn, og að Tobbi þekkti hann. Það kvað vera algengt, að glöggir veiði- menn þekki fiska, sem þeir hafa misst fyrir mörgum árum, þegar þeir fá þá aftur. Svo er mér sagt að minnsta kosti. Nú var Tobhi stilltur og rólegur. Hann stóð þarna úti i ánni, eins og klettur úr liafinu, og gaf ekkert hljóð frá sér. Ég held, að hann hafi haldið niðri í sér andan- um. Ég færði mig fjær og liélt niðri í mér mínum anda. Eftir skannna stund dró Tobbi fiskinn á land. Þetta var smákvikindi, svona eitthvað á stærð við fjörutíu og fimm aura stútung. Tobbi starði á fiskinn sigri hrósandi og benti mér að koma nær. Hann dró upp flöskuna og sagði: „Nú eigum við svei mér skilið að fá einn.“ Við skáluðum fjTÍr hinum dauða laxi. „Þetta er ábyggilega tíu tólf punda skepna,“ sagði Tobbi. „Vilt þú ekki reyna?“ „Nei, takk. Reyn þú aftur,“ svar- aði ég. „Þú kannt lagið á þvi.“ Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Skúlatún 6 Reykjavík Sími 5753. F ramkvæmir: VélaviiSgerðir Vélasmíöi •Uppsetningar á vélum og verksmiíjum. Gerum við og gerum upp bátamótora. Smíðum enn fremur: Síldarflökunarvélar ískvarnir Rörsteypumót Holsteinavélar og raf-gufukatla. NINON Samkvæmis- °g Kvöldkjólar. Eftirmiðdagskjólar. Peysur og pils. Vatteraðir silkisloppar og Svefnjakkar. Mikið lita-úrval. Sent gegn póstkröfu um allt land. — Bankastraeti 7.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.