Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 VIÐHORF DAGSINS XV Frá sjónarmiði K.F.U.M. Eftir MAGNÚS RUNÓLFSSON framkvaemdarstjóra Hvernig IÍORFIR dagurinn í dag við K.F.U.M.? Það getur verið rangt, að einn niað- ur svari fyrir allt félagið. Þó hljóta þeir, sem félagið fvlla, allir að Iiafa eitt sjónarmið. Félagsmerki K.F.U.M. er opin Biblia, sem dreifir geislum út frá sér um allar álfur heims, en hvílir sjálf á fangamarki Ivrisls. K.F.U.M. lítur yfir viðhorf dagsins frá sjónarmiði Biblíunnar, orðs Guðs. Hvað sjáum vér þaðan? Fyrst og fremst æsku- menn. Vér sjáum þá við nám, störf, hvild, iþróttir, skemmtanir o. s. frv. Margt hafa þeir fram yfir kvn- slóðir fyrri tima: betri aðbúð, meiri aðgang að menntun, meiri vinnu- laun og fleiri tómstundir. Afrek þeirra í íþróttum eru meiri, skemmt- anir þeirra fleiri o. s. frv. Þetta er viðhorfið. Hvernig lízt oss á það frá sjónarmiði K.F.U.M.? Get- um vér samglaðzt æskunni? í sumu, en ekki í öllu. Vér vildum sjá annað og meira en þetta. Mér kemur i hug stutt lýsing á æskumanni í Biblíunni. Hún er á þessa leið: „Sjá, ég son Ísaí Betlchemita, sem kann að leika á strengjahljóðfæri og er hreystimenni og bardagamað- ur, vel máli farinn og vaxinn vel, og Drottinn er með honum.“ Séra Olfert Richard, fremsti mað- ur K.F.U.M. í Danmörku á sinni tíð, hezti vinur séra Friðriks Friðriks- sonar, reit bók, er hann nefndi „Ung- domsIiv.“ Bókin er eins konar kristi- leg siðfræði ungra manna, rituð með eldmóði æskunnar, en vizku og þekkingu menntaðs og reynds leið- toga. Hefur hún hlotið frábærar vin- sældir i Danmörku og komið út oft- ar en 30 sinnum. Þar er lýst ungum manni eins og hann er í djörfustu hugsjónum höfundar út frá þessum texta (I. Sam. 16,8). „Drottinn er með honum.“ Það er skilyrðið, sem eigi verður án ver- ið. Það mótar manninn. Það er stofninn, sem her greinarnar. Vanti stofninn, vantar og greinarnar. „Án mín getið þér alls ekkert gert,“ sagði Jesús. Blasir þessi sjón hvarvetna við oss í dag? Er þetta ekki úrelt við- liorf? Það er það viðhorf, sem K.F. U.M. skyggnist eftir i dag. Þarna gengur skólapiltur. Hann Magnús liunólfsson

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.