Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN MERKIR SAMTlÐARMENN Björn Sigfússon Sinclair Lewis Sinclair Lewis, hinn heims- frægi amer- íkski Nóbels- verðlaunahöf- undur, er fædd- ur í Sauk Cent- er í Minnesota- ríki árið 1885. Faðir hans var iæknir,en hafði áður verið skólastjóri. Hafði hann raikil áhrif á son sinn. Sinclair inn- ritaðist í Yale háskólann 1903, en lauk þar ekki B.A. prófi fyrr en 1908 og hafði á þeim árum dvalizt í New Jersey sem á- hangandi Upton Sinclairs, en einnig unnið fyrir sér með rit- störfum i New York. Að loknu háskólaprófi vann hann enn um skeið fyrir sér með blaða- mennsku í San Francisco og Dr. Björn Sigfússon er fæddur 17. jan. 1905 á Stóru-Reykjum í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar Sigfús Bjarnason, bóndi þar, og kona hans Halldóra Halldórsdóttir, bónda á Kálfaströnd við Mývatn, Sigurðssonar. — Björn laulc kennaraprófi við Kennara- skóla Islands vorið 1928 og stúdentsprófi við Menntaskólann í Rvík vorið eftir, en meistaraprófi í íslenzkum fræðum við Há- skóla íslands með ágætiseinkunn árið 1934. Síðan hefur hann fengizt við ýmiss konar störf, m. a. kennslu, þingskriftir og margvísleg ritstörf. llann hefur áunnið sér miklar vinsældir sem kennari í íslenzku við Ríkisútvarpið og fyrir hin greinargóðu svör sín þar við fyrirspurnum um íslenzkt mál. Þrjú síðastliðin ár hefur hann unnið að samningu isl. samheitabókar (sýnónýmabókar), sem ráðgert er, að fullgerð verði 1947. Hann var ritstjóri að safnritinu Neistum úr þúsund ára baráttu ís- lenzkrar alþýðu I, er út kom s.l. vor. Sá um útg. X. bindis ísl. fornrita (Ljósvetningasögu), er út kom 1940, og hirti ritgerð um þá sögu i ritsafninu íslenzk fræði 1937. Samdi erinda- safnið „Auðug tunga og menning" 1943. Hann hlaut nýlega doktorsnafnbót í Washington. Til New York fluttist hann 1910. Arið 1914 birtist fyrsta skáldsaga hans „Our Mr. Wrenn“, og siðan má heita, að hver hókin hafi rekið aðra. Með skáldsögunni „Main Street1' varð S. L. fyrst verulega frægur höfundur Nóbelsverðlaun hlaut hann árið 1930. Ein af helztu sögum hans „Babbitt" er nýlega komin út í ísl. þýðingu. S. L. hefur einnig samið leik,- rit. Hann er róttækur og hlífðarlaus og á það til að vera mjög hvass í ritdeilum. Ira C. Eaker hershöfðingi, yfirmaður flughers bandamanna við Miðjarðarhaf frá ársbyrjun 1944, er 40 ára gamall. Hann er kennari að menntun, en las því næst lögfræði. Arið 1933 tók hann og háskólapróf í blaða mennsku. Eaker hefur gagnkynnt sér allt. er lýlur að lofthern aði og hefur samið 3 merk rit um þau efni i samvinnu við1 IIenr\ H. Arnold hershöfðingja. Hann hefur hlotið æðstu heiðursmerk' fyrir afrek sín. Charles Chaplin, frægasti núlifandi kvikmyndaleikari, er fæddui i London 10. apríl 1889 og er Gyðingur að ælt. Faðir hans vai tónlistarmaður og móðir hans fræg óperusöngkona. Chaplin lék fyrst i óperum, en gerðist kvikmyndaleikari vestan hafs árið 1912. Varð hann brátt heimsfrægur fyrir skopleik sinn, er jafn-’ framt fól i sér sárbeitta alvöru. heimspeki við liáskólann fyrir rit um íslendingabók. Björn er flugskarpur inaður, afburða starfsmaður að hverju. sem hann gengur. og drengskapar- maður mikill. Við hann eru bundnar miklar vonir um merk vísindastörf. Hann kvæntisl 1932 Droplaugu Svein- bjarnardóttur frá Yiðvik við Stykkishólm. Jean Arthur, hin fræga am- eríkska kvik myndadís, er fædd í New York 17. okt. 1908. Hugðist upphaflega að verða kennslu- kona. Hefur síð- an 1923 stund- að leikstörf við mikla frægð. Chaplin

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.