Samtíðin - 01.11.1944, Qupperneq 17

Samtíðin - 01.11.1944, Qupperneq 17
SAMTÍÐIN 1S MARGRÉT ÍVARSDÓTTIR: Bæn P VA sat undir skrú'ðgrænu tré, sem breiddi lim sitt í allar átt- ir. Við hlið hennar lá lítill drengur, sem hrosti gegnum svefninn. Eva horfði á hann bliðum móðuraugum. Hann var fyrsta barnið heníiar, og nú sveif hann í draumi, líklega um einhver paradisarlönd, eins og hún hafði gjört forðum. Eva tók að liugsa um liðna ævi. Hún minntist daganna, er hún dvald- ist í Edensgarði. Vel hafði henni nú liðið þá i hústaðnum, sem drottinn hafði gefið Iienni og Adam. Ekki hafði hún þá þurft að hafa álivggj- ur af daglegum störfum eins og nú. Þá mátti hún vera eins og henni sjálfri þótti þægilegast, liggja í for- sælu trjánna, og hugsa um guð og Adam, hlusta á fuglana syngja, skoða grösin, sem spruttu þar, og anda að sér sefandi ilmi þeirra. skoða ávexti trjánna og neyta þeirra, Idusta á lækjarniðinn og þyt stormsins í laufkrónunum og athuga dýrin, sem guð fékk henni að gevma. Hún skildi margt af því, sem fugl- arnir sungu um. Þeir sungu um allt það fegursta og bezta, sem hún þekkti. En stundum sungu þeir svo seiðandi og yndislega um eitthvað, sem hún þekkti ekki. Hvað gat það verið? Eva þráði að vita það og revna það sjálf. Stundum heyrðist henni lækirnir og lindirnar og and- varinn í trjákrónunum faka undir 121. saga Samtíðarinnar Evu með fuglunum og syngja um þetta óþekkta, sem liún þráði. Jafnvel dýr merkurinnar virtist henni búa yfir einhverjum yndislegum levnd- ardómi, sem gerði líf þeirra til- gangsfyllra en hennar eigið líf var. Evu fór að líða illa. Hún lagðist í forsælu trés nokk- urs og tók að hugsa frekar um þetta. Guð hlaut að hafa gleymt að gefa henni eitthvað, því að hún var ekki alsæl. En hvað hana vantaði, vissi hún ekki. Og Eva bað guð að gefa sér þetta, sem fuglarnir sungu um og dýrin þekktu, og allar raddir náttúrunn- ar dásömuðu, þetta, sem henni var hulið og hún fann, að hana vant- aði. Og drottinn svaraði: „Bæn þín skal heyrð.“ Eva beið með eftirvæntingu. Hún hjóst við einhverri opinberun, ein- liverri skyndilegri breytingu. En Eva hreyttist ekkert, og ekkert gerð- ist. Dagarnir liðu með sama til- breytingarlevsinu og áður. Hafði guð gleymt að efna loforð sitt? Eva fór nú að hugsa meira um guð og það, sem hann hafði talað við þau Adam. Henni datt nú í hug tréð, sem guð hafði bannað þeim, Adam og henni að neyta af. Til hvers hafði hann eiginlega bannað þeim þetta? Skyldi það vera eitthvað hættulegt og vont að deyja, eins og guð hafði sagt? Eva mundi svo vel, að guð

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.