Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 21
SAMTíÐIN 17 að taka yrði tillit til risaflugvélarinn- ar. Flugflutningar á slíkum flugvél- um yfir úthöfin gætu svipt íburðar- mikil skip eins og Queen Mary gildi sínu. Flugvélin mun aldrei útrýma járn- brautinni og skipinu sem vöruflutn- ingatæki. f Afríku og Suður-Amer- íku ímrnu flugvélar verða notaðar mjög til flutninga, þar sem sam- gönguskilyrði eru mjög ill frá nátt- úrunnar hendi. Sjötiu og fimm smá- lesta flugvélar hafa þegar verið smíð- aðar. Haft er í hyggju að smíða 250 sinálesta flugvél, og menn eins og Kaiser og Higgins hafa sýnt, hvernig það sé gerlegt á ódýran hátt. Héðan af skulum við fremur iiugsa um fjarlægðir innan takmarka tíma en vegalengda. Hinn starfandi mað- ur mun ferðast i fríum sinum lil fjar- lægra heimsálfa og ejdanda, sem hann hefur aðeins séð á myndum. Sumar- og vetrardvalarstaðir munu risa upp á stöðum, sem aðeins land- könnuðir hafa hingað til heimsótt. Ef við litumst um á rannsóknar- stofum rafvísindanna, munum við kvnnast hinni miklu þróun, sem stuttbylgjuútvárpið befur náð. Fyrir fáum árum var loftið svo fullt af langbylgjum, að semja þurfti al- þjóðareglur til þess að skipuleggja bylgjulengdirnar. Róf stuttbylgjanna er næstum ómælandi; þess vegna skapa þær möguleika fyrir óteljandi sendistöðvar. Flugflotaforingjar eru nú i stöðugu talsambandi við undir- menn sína og herstöðvar á jörðu niðri. Slík tæki munu verða mjög al- menn og útrýma jafnvel stundarein- angrun. Sennilegt er, að flugmenn muni í framtíðinni geta séð flugvöllinn, sem þeir aétla að lenda á, með fjarsýnis- tækjum sínum, þótt þoka og myrkur sé á. Þetta örygggi mun, ef til vill, auka útbreiðslu einkaflugvéla. Hin leynda þróun fjarsýnitækj- anna mun verða í þágu fjöldans. Enn eru þau lítt þroskuð. Myndirnar sjást á svörtu og hvítu og eru litlar. Nú er unnið kappsamlega að því að láta þær birtast í eðlilegum litum. Sviðið verður stækkað, svo að ein- hvern tíma mun húsmóðirin eigi þurfa að fara i búðir til matarkaupa. Hún mun atliuga matvælin i firð- sjánni. Framtíðin mun bera i skauti sér fleiri næðisstundir frá daglegu striti. Kvikmyndir og fjarsýnitæki munu mennta og skemmta hinum kom- andi kynslóðum á rikulegan bátt. Leikhúsin standast nú illa sam- keppnina við kvikmvndahúsin, en í framtíðinni mun einnig verða óþarft að sækja þau. Auðugt ímyndunarafl þarf eigi til þess að láta sér detta i lmg, að fjolskyldan muni geta séð uppáhalds „stjörnur“ sínar birtast á tjaldinu heima hjá sér. íbúðarhúsin eru enn með mið- aldasniði. í framtiðinni mun einn veggur þeirra vera sýningartjald. Þau munu verða búin lofthreinsunar- tækjum, þvottavélum og fjölda ann- arra rafmagnstækja, sem liafa eigi enn náð almennri útbreiðslu. Að styrjöldinni lokinni mun verða mikið um húsabyggingar. Húsin munu verða framleidd í verksmiðj- um. Ýmislegt, sem að gagni getur komið i þvi tilliti, hefur lærzt við

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.