Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN liafði sagt: „Því að á þeim degi, sem þið etið af því tré, skuluð þið vissu- lega deyja.“ Evá vissi ekki, hvað það þýddi, að deyja. Hún hafði aldrei séð neitt deyja. En hana langaði allt í einu svo ákaft til að vita, livað það var að deyja. Eva reikaði um í aldingarðinum. A móti henni kom hind labbandi með nýfæddan kálf við hlið sér. Eva athugaði dýrin. Hvers vegna var Iiindin svona ánægð með þessa litlu skepnu við hlið sér? Henni heyrðist hindin jafnvel segja: „Vesalings Eva! Ekki vildi ég skipta við þig á þinu lifi og minu. Sjáðu l)ara litla kálfinn minn.“ En Eva lét sér fátt um finnast. Þetta lilla krili! En jni varð henni Iilið í augu hind- arinnar. Eva kipptist við. Þar sá hún leyndardóminn mikla hjúpað- an blæju ókynnisins. „Guð, gefðu mér þetta, sein ég sá í augum hindarinnar,“ andvarpaði Eva. Eva leit upp. Fyrir framan hana vögguðu sér krónur trésins, sem guð hafði bannað þeim að eta af. Hún stóð lengi i sömu sporum og mændi á tréð, skilningstréð góðs og ills. Hvers vegna hét tréð þessu nafni? Ekki vissi hún það, en hana langaði ógn til að vita ])að. Ótal margar spurningar komu fram í huga Evu, og henni fannst allt í kringum sig hrópa spyrjandi: „Hvers vegna? Hvers vegna?“ Eva gekk fáein spor áfram. Hún rak tána i eitthvað, sem lá á jörð- inni. Eva leit til jarðar. Ávöxtur! Epli af forboðna trénu. Hún beygði sig til jarðar, tók það upp, og hún skoðaði það í krók og kring. En hvað eplið var fallegt á litinn og ilmaði yndislega. Það kom vatn fram í munninn á Evu, og hún fann allt í einu, að hún var sársvöng. Aldrei hafði henni fundizt hún vera jafnsvöng. Eva velti eplinu i hönd- um sér. „Því að á þeim degi skul- uð þið vissulega devja,“ hrópaði rödd guðs í huga hennar. En hún var svo svöng. Allur líkami hennar hrópaði á fæðu, fæðu, ávexti. Hún varð að híta í eplið og eta það. Og Eva gaf líka Adam, og hann át. En Eva gleymdi ekki því, sem guð hafði heitið henni, og fuglarnir og lækirnir héldu áfram að syngja um það. En hvernig sem hún þráði og heið, vitraðist henni ekki neitt. Og nú kom það fyrir, sem fékk henni nóg að hugsa. Drottinn vís- aði henni og Adam burt úr Eden Þau urðu nú að kveðja garðinn sinn með öllum hans yndisleik og byrja að starfa og strita. Eden var þeim horfinn, en minningin um forna bústaðinn þeirra lifði i sálum þeirra. Evu féll þetta illa í fyrstu. Og enn hélt hún áfram að hugsa um fuglasönginn í Eden, nið lækjanna og loforð drottins. Henni fannst með sjálfri sér varla von til þess. að drottinn efndi loforð sitt við hana, úr því að hún hafði brotið gegn boðum hans. En svo kom eitt sinn alveg óvænt- ur atburður fyrir Evu. Hún eignað- ist ofurlitinn dreng. Hún tók dreng- inn sinn og horfði á hann aðdáun- araugum. Og henni varð litið i augu

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.