Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐUS eins og ihaldssamir menn i öllum trúarbrögðum hafa ávallt reynt að gera. Kjörorðið ein lög krefsl þess, að lögin gangi jafnt yfir alla, allir verði að vera jafnir fyrir þeim. Þetta tekst aldrei meir en til hálfs, þar sem stéttamunur er verulegur. Þess vegna var íslenzka ríkið byggt á ])ví, að allir frjálshornir menn væru jafningjar, allir ein stétt, og þá hug- sjón fædduj víkingar. Það er fræg sögn um vikingaher mikinn, sem barðist í Frakklandi um það leyti, sem Island var farið að hyggjast, að spurt var eftir her- konungi þeirra. En þeir könnuðust þá ekki við neinn slíkan höfðingja j'fir sér. „Vér erum allir jafnir,“ sögðu vikingar. í samræmi við þetta gerðu elztu löggjafar Islands jafn- ar vígsbætur, manngjöld, fyrir hvern frjálsan mann, viðurkenndu þar ekki þann stéttamun, sem auð- vitað hefur verið meðal landsmanna (auk hinna ánauðugu). I Noregi voru vígsbætur ákaflega misháar eftir því, í hvaða slélt hinn vegni taldist, árhorinn, höldur, hersisætt- ar eða jarls. Einnig forðuðust Is- lendingar að taka upp norsku stétta- heitin og völdu helztu höfðingjum sínum virðingarlieitið bóndi. Þann- ig var Sighvatur „bóndi“ Sturluson fyrir Eyfirðingum á Sturlungaöld, Björn hóndi, sem Englendingar felldu á Rifi, var hirðstjóri, og „bóndinn Ari“ var virðingarheiti Ara lögmanns, sem liöggvinn var í Skálholti 1550. Svo sterk og langlíf var viðleitni forfeðra okkar til að halda þeirri grundvallarskoðun þjóðveldisins forna, að í landinu væri eiginlega aðeins ein stétt, að minnsta kosti engin stéltaafmörkun til. Og mætti færa um þetta þúsund dæmi, ef nauðsyn krefði. Ekki tjáir að neita því, að krafa alþýðunnar, að allir yrðu jafnir fyr- ir lögunum, átti mikinn þátt í að sælta hana við að beygja sig undir Noregskonung 1262. Sundrung, yf- irgangur og lagaleysi höfðingja- stéttarinnar komu þeirri trú inn hjá alþýðu, að friður og réttur fengjust ekki í landi, nema valdsmenn gerð- ust konungsþjónar. Sumir norð- leiizkir hændur sögðu einnig 1256 um höfðingja, að hezt væri að hafa þá enga, svo framarlega sem menn fengju þá að vera í friði. Það hændi nokkra menn að konungsvaldi, að það vann oft að því að gera alla þegna að einni stétt. En eftir að undir konunginn og gæðinga hans var komið, nærðist samtakavilji Is- lendinga löngum hezt af þeirri hugs- un, að gagnvart útlendum konungi og hálfútlendri valdstétt eða kaup- mönnum væru landsmenn allir ein stétt með sameiginlega hagsmuni. Af engu jafnstvrku og þvi gal sam- takaþróttur landsmanna skapazt i utanríkismálum. Hverja þá öld, sem sú vitund hreiðist út meðal alþýðu, að ekki séu lengur ein lög, ekki séu allir jafnir fvrir lögunum eða nokkrum sé út- skúfað úr þjóðfélagi, hlýtur sam- heldni þjóðarinnar að vera í veði, meðan á því stendur, og þetta er af sögulegum orsökum margfalt ríkara í íslendingum en ýmsum öðrum þjóðum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.