Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN
9
um, til hvers á að nota hvað eina.
Eftir að þau eru komin á skóla-
aldur, vilja þau líka fá að vita, hvað-
an hlutirnir séu komnir og hvernig
þeir hafi verið húnir til. Það efu
fjöldamargir hversdagslegir lilutir,
sem börn vilja fá að vita, hvernig
búnir liafi verið til. Smjör er þeim
t.d. mikil ráðgáta. Einnig brenna
þau í skinninu af að fá að vita,
hvaðan ull og baðmull séu komin,
hvar rafmagsperur séu húnar til,
hvernig farið sé að því að sjóða nið-
ur matvæli. Ef foreldrarnir verjast
allra frétta um þessi atriði, er hætt
við, að börnin fari að mynda sér
hinar furðulegustu hugmyndir í sam-
bandi við tilorðningu hlutanna. —
Vitrir foreldrar fræða hörn sín um
þessa hluti, jafnóðum og forvitni
barnanna á þeim er vakin. Við það
eykst alveg áreiðanlega oft og einatt
traust barnanna á foreldrunum að
verulegum mun.
Hve margra spurninga spyr venju-
legt barn á dag?
Það er mjög undir því lcomið,
hvort foreldrar barnsins hafa örvað
eðlilega forvitni þess eða dregið úr
henni. Tveggja ára gamalt barn er
vant að spyrja um það l)il 60 spurn-
inga á dag, en lítilsgildur munaðar-
leysingi, sem er jafngamall því, spyr
aftur á móti ekki nema svo sem
tveggja spurninga á degi hverjum.
Annars kemur forvitni barnsins fram
á ýmsan annan hátt en í spurningum
þess. Sum ung börn strjúka að heim-
an til þess að kanna ófarna stigu
og seðja þannig forvitni sína. Önn-
ur taka í sundur alls konar hluti af
sömu ástæðum, enda þótt slíkt sé
kölluð skemmdarnáttúra og ekkert
annað.
Á ekki að segja börnunum að leita
sjálfum að svörum við spurningum
sínum?
Þegar þau eru komin á þann ald-
ur, að þau eru orðin læs, er hægt að
vísa þeim á einhverjar fræðibækur,
sem veita svör við spurningum
þeirra, en til að byrja með er ráð-
legast, að foreldrarnir leiðbeini
hörnunum við notkun slíkra bóka.
Það gerir foreldrana auk þess hæfari
til að veita börnunum frekari upp-
lýsingar um hvað eina, sem i bók-
unum stendur, ef börnin kynnu að
vilja öðlast enn fyllri vitneskju en
þar er að liafa. Aulc þess, sem að-
stoð foreldranna i þessum efnum er
börnum þeirra nauðsynleg, geta þeir
sjálfir fræðzt af henni. Ef harni er
hins vegar skipað að leita hjálpar-
laust í bók og foreldrarnir liálf-
snupra það fyrir kvabhið, mega þeir
eiga það víst, að barnið glati að ein-
hverju leyti trausti sínu á þeim og
að forvitni þess réni sakir minni-
máttarkenndar, eins og títt er, þegar
munaðarlaus hörn eiga hlut að máli.
En þegar börnin eru á annan borð
orðin læs, er sjálfsagt að hafa við
höndina góða alfræðibók við þeirra
hæfi.
Er nokkur hætta á ferðum, ef
börn spyrja margs um kynferðis-
mál?
Börn í smábarnaskólum spyrja
svo sjaldari um kynferðismál, miðað
við spurnirigar þeirra um ýmis önn-
ur efni, að hlutfallið er því sem næst
1:250. Foreldrum finnst börnin engu
að síður spyrja oft um kynferðis-