Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐlN málin, því að þeir muna betur eftir þeim spurningum en öllum öðrum og stendur hálfgerður stuggur af þeim. Þetta er þó ástæðulaust. Það er ekkert hættulegra, að börn fræðist um kynferðismál en hvað annað, t.d. bíla — ef foreldrarnir hafa vit á að svara spurningum þeirra skynsam- lega og án blygðunar og tilfinninga- semi. 1 raun og sannleika veita þess- ar spurningar barnanna greindum foreldrum glöggt innsæi í sálarlíf barnsins. Verið viðbúnir, foreldrar, að svara hvaða spurningum um kyn- ferðismál, sem vera skal, og svarið þeim hiklaust og án alls tepruskapar. Hvenær nær forvitni barnsins há- marki sínu? Það er mjög mikið undir skapferli þess komið og jafnframt því, hvernig að þvi hefur verið búið. Daufgerð og tornæm börn eru til að byrja með lítt forvitin og láta sér nægja það litla, sem þau hafa lært. Meira kæra þau sig ekki um að vita, en una glöð við sitt. Gáfuð börn eru hins vegar í upphafi mjög forvitin, og sú forvitni helzt, ef hún er nærð með réttu uppeldi. Dæmi eru lil þess, að forvitni eða menntalöngun manna hafi varðveitzt allt til mjög hárrar elli. 1 því sambandi má nefna, að Franklin D. Roosevelt Bandaríkja- forseti heimsótti hinn fræga dómara, Oliver Wendell Holmes, þegar sá siðarnefndi var orðinn 92 ái’a gamall, og sótti þá þannig að honum, að öld- ungurinn var í óða önn að lesa Plato „til þess að þjálfa hugsun sína“, eins og hann komst að orði. Eru stúlkur forvitnai-i en piltar? Það er almæh, að kvenfólk sé for- vitnari en karlmenn. Vísindalegar athuganir hafa hins vegar leitt í ljós, að piltar eru forvitnari en stúlkur. Víst er og um það, að piltar verða sér' úti um meix-i algenga þekkingu en flestar stúlkur, og það meira að segja á sviði heimilisstaría, Ættum við að hvetja börn til að spyi'ja spurninga? Já, fyrir alla lifandi muni gei'ið þið það. Faðir Mai’íu Curie var gamali skólastjóri, sem örvaði for- vitni dóttur sinnar sem mest hánn mátti. Þeim spurningum hennar, sem liann ti’eystist ekki til að leysa úr, bað hann hana að leita að svörum við í bókum á heimilinu. Þetta skerpti forvitni hennar og hefur vafalaust átt mikinn þátt í að gera liana að þeim vísindafi’ömuði, sem liún átti fyrir sér að vei’ða, stuðla að því, að hún uppgötvaði í’adimn. Hvað eigunt við að gera, þegar við getum ekki svai’að spurningum barnsins? Þá hafa menn ríka tilhneigingu til að segja því að vera ekki að þessu relli. En heppilegast er að segja eitt- hvað á þessa leið: „Þetta væii nú gaman að vita, og ég vildi óska, að ég vissi það. Við skulurn spyi’ja einhvern, sem kaim að vita það, eða gæta að því í bók“. Fyrir alla muni reynið ekki að blekkja barnið með þvi að segja, að þið megið ekki vera að því að svara því eða, að það mundi ekki botna neitt í þessu, þó að þið skýrðuð því frá því. Forvitni barnsins kann að koma ykkur að góðu haldi. Hver veit, nema hún slagi upp i það, sem þið munduð læra í skóla, ef þið á

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.