Samtíðin - 01.09.1947, Side 15
SAMTÍÐIN
11
annað borð reynið að leita svars
við því, sem að var spurt.
Er líklegt, að föndur barnsins örvi
forvitni þeirra?
Föndur barna ber ákaí'lega oft
vott um, að þau séu haldih forvitni.
Og ef rétt er á haldið, getur slíkt
dund orðið prýðilegt tæki til að auka
með þekkingu þeirra og sjálfstraust.
Þegar nokkur börn, er hafa gaman
að sams konar föndi’i, mynda með
sér „föndur-félag“ til að sinna hugð-
arefnum sínum, öðlast þau enn meii’i
byr undir báða vængi i tilraunum
sínurn við að sigi’ast á viðfangsefn-
unum. Margir snjallir hugvitsmenn
geta í’akið frægðarferil sinn aftur til
föndurs síns í barnæsku.
Háttvirtu lesendur
f NÆSTU hefturn Samtíðarinnar
* rnunu birtast mjög' athygiiverðar
greinar eftir ýmsa ágæta höfunda,
er ritstjórinn hitti að máli á fei’ða-
lagi sínu um Noi’ðurlönd, Fiakk-
land og England í sumar. Upphaf
fyrstu gí’einarinnar: UM NORRÆN
FRÆÐi ERLENDIS SlÐAN 1939,
eftir Jón Helgason, prófessor í Kaup-
mannahöfn, kemur í næsta hefti og’
síðan hver greinin af annarri. Þá
mun og ritstjórinn sjálfur skrifa um
ýmis atriði, er hann kynntist í för-
inni
Fi-amvegis mun Samtíðin flytja
yfirlitsgreinar urn merkustu bækur,
sem út koma hjá þrem stærstu bóka-
forlögum á Norðurlöndum, og birt-
ist sú fyrsta, NYJAR NORSKAR
BÆKUR, í þessu hefti.
IÓN VAR nýkominn til landsins og
datt honum i hug að hringja til
Sveins, foi’nvinar sins. Kvenmanns-
í-ödd anzaði i simann, og nú fór
fx-am eftirfai’andi samtal:
„Er það frú Kárason?“
„Já það er hún.“
„Sæl og blessuð, góða, þetta er
Jón.“
„Sælir,“ var anzað kuldalega.
„Nú, hvað þekkirðu mig ekki,
manneskja?“
„Nei, alls ekki,“ var aftur anzað
kuldalega.
„Nú, er þetta ekki Jóna Kái’ason?“
„Nei, ég heiti Inga Iíárason.“
Jón í’æskti sig lítið eitt:
„Sveinn er kannske orðinn ekkju-
maður og þér önnur konan lians.“
„Nei, ég er þriðja konan hans.“
„H—m jæja, ég hef nefnilega ekki
hitt hann í möi’g lierrans ár. Við
vorum æskuvinir og mér datt í hug,
að gaman væi’i að beilsa upp á hann
og rifja upp gamlar endurminning-
ar.“
„Það kann vel að vei’a, að hann
liefði gaman af því, en senx sagl:
hann er úti, og ætli hann sé ekki
með Asdísi?“
„Er það dótlir hans?“
„Nei, það er víst fjórða konan
hans.“
Nú taldi Jón heppilegast að Iiafa
þetta samtal ekki öllu lengra og
kvaddi. Honurn vai’ð hugsað til
mannsins, sem var að enda við að
fá skilnað frá konu sinni og sagði:
„Næsta frú.“
Markmið vort er, að SAMTÍÐIN sé les-
in á öllum íslenzkum menningarheimilum.