Samtíðin - 01.09.1947, Page 16

Samtíðin - 01.09.1947, Page 16
12 SAMTÍÐIN n C D, JJuaarí uróur oq óinaaraumar 4. UJr. (Dfom iDiyfuóógn: ____________________________] Þegar norska veðurlagið færist hingað nwiKILL er fögnuður augans, að hitta vinjar í reginauðn og blómlegt hvannstóð eða kjarr inn undir jöklum landsins. Langt fyrir ofan eiginleg gróðurmörk er Tóm- asarhagi við Tungnafellsjökul á Sprengisandi. Jónas kvað: Tindrar úr Tungnajökli. Tómasarhagi þar algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. Viðburður þótti mér það líka í æsku að koma í Skógarmannafjöll á Mývatnsöræfum. Sandrok var og hrjóstrin þurr og sviðin í kring. En þar sem sandinn bar í skafla í birki- kjarri, virtist það dafna bezt og teygja úr sér, því að þar varð heit- ast af sól. Fjallaræturnar eru 400 m yfir sjávarmáli, svo að kalt mun um hlíðarnar blása löngum. En björkin hefur haldið þar furðanlega velli, allt frá söguöld, þegar skógarmenn völdu þar hæli og fjöllin voru kennd við þá. Skyldi hún ekki vera kyn- sterkust allra trjáa veraldar við það að leggja undir sig sumarkaldar auðnir? Skyldi ekki ciga fyrir þessu kynbætta afbrigði að liggja að lesa sig upp eftir sandauðnunum og kom- ast allt upp í Tómasarhaga? Þeim spurn má vclla dálítið fyrir sér. Ég held þetta verði. Nærri lætur, að skógarmörkin í Noregsfjöllum jafnnorðarlega séu þetta hátt yfir sjávarmáli. Nú þyk- ir mér nokkurn veginn víst, að norska veðráttan verði teygð vestur yí'ir lsland með mannhjálp og haf- straumabreytingum í framtíðinni og nokkrar veðurbætur fáist umfram það. Aukinn loftraki stuðlar þá að því, að allir sandar grói, nema vatns- loll eyði. Friðun og einhverja gróður- setning frædreifingarlunda liljóta Is- lendingar að verða færir um. Síðan vinnur tíminn verk sitt hægt og hægt, unz landið er grasi og skógi klætt til efstu molda og núverandi jökulróta. Þórisdalur í Langjökli verður meira að segja aftur þeim gróðri vafinn, sem Grettis saga og þjóðsögurnar skýra frá. Jósepsdalur í Bláfjöllum verður þéttum greni- skógi gróinn að fráteknum skíða- brautunum. Margur er vantrúaður á breyting- ar, sem stríða gegn vanahugmynd- um, þótt skynsemi hans taki að skilja, að breytingar eru í nánd. En ég liygg, að þeir, sem gera ráð fyr- ir óbreyttri veðráttu á lslandi næstu 4 aldir, þurfi að færa mörg og sterk rök fyrir þeirri ímyndun sinni og vanatrú, ef þeim á að haldast hún uppi til lengdar eftir 1950. llagnaður landsmanna af út- breiðslu gróðrar á öræfum og skóga-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.