Samtíðin - 01.09.1947, Qupperneq 18

Samtíðin - 01.09.1947, Qupperneq 18
14 SAMTÍÐIN í fjallafaðm Eyjafjarðar, breiðast akrar og aldinlundir um láglendið. Hvergi er orðið betra til ræktunar á Islandi en þar, og má jafna því til hins bezta, sem þekktist á Norð- urlöndum um miðja 20. öld. 1 þessari svipferð, sem hugsast mætti í flugvél eða bíl að vild, hef- ur ekke'rt tóm unnizt til að lýsa iðn- aði, en hann verður þá langmesti atvinnuvegur Islendinga og flestra þjóða. Gróður og grjót landsins veita hráefni. I næstu grein verður gelið land- eyðingarafla, sem koma með veður- bata þessum og geta haft ógurlegar afleiðingar, ef þjóðin er ekki viðbú- in. En hér skal eigi blanda því við bjartsýnina. Hamingja Islands hefur oft rá.ðið fyrr, og henni má enn treysta. Fjölgun landsmanna síðan um 1890 svarar til þess, að þeir tvöfald- ist á 67 árum, áttfaldist á 2 öldum og 64-faldist á 400 árum. Eftir þær 4 aldir, sem á var.minnzt að fram- an sem breytingaskeið islenzkra náttúrugæða, þurfa sennilega 8 millj- ónir niðja okkar að rúiiiast í land- inu. Er það hugsanlegt? Fyrir 220—30 árum voru lands- menn nokluið innan við 40 þúsund og fundu ekki betur en Island væri ofþröngt og afurðasnautt til þess, að skaparinn mundi leyfa þeim að lifa ósoltnum. Hvernig hefði þeim litizt á að heyra um 130 þúsunda mann- fjölda væntanlegan? Miklu verr en okkur lízt nú á 1 eða 1,5 milljóna mannfjölda hér eftir jafnlangan tíma frá dögum okkar. Er þá nokk- ur fjarstæða að hugsa reiknings- dæmið áfram upp í 8 milljóna þjóð, jægar liðinn verður sami tími og nú er genginn frá dögum Jóns Arason- ar? Vissulega ekki. En þá mega Islendingar ekki liugsa framtíðina smátt og skafnörtungs- lega. Óþrotleg bjartsýni er skylda, sérstaklega þau ár, sem illa gengur, en einnig réttmæt í góðærum. „Bústu við hinu illa, hið góða skaðar þig ekki“, er leiðbeining í og með. En stundum má segja af ugg og alvöru við úrtölumanninn: „Bústu við hinu góða, svo að hið illa skaði þig ekki.“ Og búumst af kappi við hinu góða, svo að það tortími oss ekki. j^|AÐUR NOKKUR hafði tapað máli. Hann varð þá svo reiður við and- stæðing sinn, er hafði unnið málið, að hann mælti: „Ég gæti rekið tunguna alla leið framan í yður“. Hinn svaraði: „Ég átti nú líka einu sinni grið- ung, sem gat sleikt alla nautgripina á heimilinu. En hann gat ekki unn- ið mál“. ,,Frændi minn er svo vanskapað- ur, að það eina, sem hann getur keypt tilbúið utan á sig, er regnhlíf Allar fáanlegar SPORTVÖRUR á einum stað. Austurstræti 4 . Sími 6538

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.