Samtíðin - 01.09.1947, Síða 19

Samtíðin - 01.09.1947, Síða 19
SAMTÍÐIN 15 Þessi framhaldssaga hefur að vonum vakið geysilega athygli meðal lesenda vorra. ELIZABETH JDRDAN : Fyrsti viðkomustaður 7. kafli AÐ MÁTTI sjá það á svip þeirra, ■sem komu til morgunverðar dag- inn eftir, að ekki hafði öllum orð- ið svefnsamt um nóttina. „Ættum við ekki að fara í göngu- för aftur?“ sagði Maxine við Billie Bowen. „Að vísu er þoka, en ég er farin að halda, að hér sé sífelld þoka. Við getum haft mat með okkur. Mér er nú reyndar ekki Ijóst, hvert við eigum að snúa okkur til að fá mat, en við getum byrjað daginn með því að leita að hallarjómfrúnni“. Það var eins og hallarjómfrúin hefði fundið það á sér, að þær vildu hafa tal af henni, því að um leið og þær nálguðust herbergi hennar, kom hún fram og bauð þeim góðan dag. „Við Billie vorum að tala um, að það gæti verið gaman að ganga um heiðina í dag“, sagði Maxine. „Vild- uð þér gera svo vel og útvega okk- ur nokkrar brauðsneiðar?" „Sjálf- sagt, ég skal láta Spensley taka eitt- hvað til handa ykkur. Ég skal biðja hann að hafa það ríflegt. Þið hittið kannske börnin“. „Börnin! Eru börn hérna?“ Hallarjómfrúin brosti. „Já, já“, sagði hún, „hér eru þrjú indæl börn, lítil stúlka og tveir litlir drengir. Þau hafa sjálfsagt gaman af að vera með ykkur. Þau voru hér fyrir utan hús- ið rétt áðan. Það á þau enginn, og ]iau eiga hvergi heima“. „Eiga hvergi heima“, endurtók Maxine undrandi. „Eru það flökku- börn ?“ „Hirðingjar er sanni nær“, sagði jómfrúin og brosti glaðlega, en það var auðséð, að hún ætlaðist ekki til, að þetta yrði rætt frekar. „Staldrið andartak við“, kallaði Maxine áköf, þegar jómfrúin’ bjóst til að fara. Hún stóð kyrr. „Hvernig er þessu öllu farið? Við vorum ráðþrota skipbrotsmenn og botnum hvorki upp né niður í veru okkar hér. Erum við gestir yðar?“ „Nei“, svaraði hallarjómfrúin og hristi gráhært höfuðið. „Þið hafið sama rétt lil að vera hér og ég. Þið getið hvorki valið né hafnað, og það get ég heldur ekki. „Megum við þá ekki vita, hvers gestir við erum og til hvers er ætl- azt af okkur?“ „Þið eruð hér til að læra“, sagði jómfrúin, „ og eins er ég og allir, sem hingað koma. Þið munuð læra eitthvað á hverjum degi, eftir því sem þið eruð hæf til. Það væri auð- vitað indælt að geta höndlað allan sannleika í einu vetfangi, en þið er- uð ekki vanar að læra neitt fyrir- hafnarlaust og munuð heldur ekki gera það hér. Ég gæti trúað, að ykk- ur gengi námið mjög treglega, eins og mér hefur gert. Það er ekki ó- sennilegt, að þið verðið hér enn þá lengur en hinir“. Hún þagnaði snögg- lega, en hélt svo áfram í allt öðr- um tón: „Hérna koma börnin. Þau

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.