Samtíðin - 01.09.1947, Page 24

Samtíðin - 01.09.1947, Page 24
20 SAMTÍÐIN egi, ekki sízt þar sem höfundurinn var sá ráðherra, er fór með þessi mál á sinni tíð. Þetta er fyrsta ítar- lega greinargerðin um utanríkis- pólitík Noregs tímamótaárið 1905, glæsileg bók, prýdd mörgum mynd- um. (319 bls., verð n. kr. 14.50 ób., íb. um kr. 21.50). Hjemme og i fiendeland eftir hinn gagnmerka vísindamanna, próf. Didrik Arup Seip, er bók, sem ýmsa Islendinga mun fýsa að kynnast. Sei]) háskólarektor dregur hér fram í dagsljósið allmargt varðandi stjórn Djóðverja á Noregi á hernámsárun- um og hina hetjulegu baráttu há- skólans gegn ofbeldinu. Þá skýrir hann frá fangavist sinni í Möllergölu 19, á Grini og IoIís í þýzkum fanga- húðum og kann þar frá mörgu furðu- legu að segja. Mesta athygli kann þó sá kafli bókarinnar að vekja, er fjall- ar um dvöl höfundar í Þýzkalandi, eftir að hann var orðinn þar það, sem kallað var „frjáls fangi“. (620 hls., verð ób. n. kr. 22.00, íb. kr. 25.00). I bókina Flagget eftir Nordahl Grieg hefur verið safnað flestu af því, sem skáldið og þjóðhetjan skrif- aði um kynni sín af styrjöldinni, eða frá því að hann tók þátt í því að flytja gullforða Noregsbanka á ör- uggan gevmslustað og þar til hann féll í loftárás á Berlín 2. des. 1943. Islendingar þekkja það mikið til hins merka höfundar þessara greina að þá langar vafalaust að lesa þær. (159 bls. ób. n. kr. 7.00, íb. ky. 9.50). Tanker i mörketid eftir Sigurd Hoel, hið snjalla norska skáld, er ekkert minna en skeleggasta ritið, .ijmundiionar. Islendingar, sem koma til Stokkhólms og þurfa að kaupa sér góð og ódýr föt, ættu að líta mn til okkar. Seljum tilbúinn fatnað og saumum eftir máli. Hrems- um og pressum föt. A.-B. Kladkultur Kungstensgatan 36, Stokkhólmi. Símar 30 85 60 og 32 00 96.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.