Samtíðin - 01.09.1947, Qupperneq 29

Samtíðin - 01.09.1947, Qupperneq 29
SAMTÍÐIN 25 Sérkennilegur kveðskapur Öfugmælavísur, eignaðar Bjarna Jóns- syni Borgfirðingaskáldi, með mýnd- um eftir Örlyg Sigurðsson. Helga- fell, Rvík 1946. DJARNI JÓNSSON Borgfirðinga- skáld er eitt þeirra skálda okk- ar frá fvrri öldum, sem býður það góðan þokka, að ekki er vanzalaust, hve lítill sómi honum hefur verið sýndur og hve lítt nútíma Islending- ar þekkja til hans. Um þennan sér- stæða gáfumann mynduðust fyrrum kynjasögur, og lítill vafi er á því, að ýmis kvæði hans standa enn í fullu gildi, svo ósvikin var ljóðgáfa hans. Bjarni mun hafa verið uppi á síðari hluta 16. aldar og fram yfir miðja 17. öld. Svo er talið, að hann sé fyrsti íslendingur, sem ort hefur svo nefndar öfugmælavisur. Hvað sem því líður, hefur þessi fáránlega kveðskapargrein, sem er i því fólg- in, að yrkisefnið er sett í ramm- skakkar skorður, orðið geysilega vin- sæl hér á landi. Hafa menn gert sér það til gamans, að auka við hinn gamla stofn Bjarna skálda, og hafa Islendingar þannig eignazt álitlegan slatta öfugmælavísna. Nú hefur Helgafell gert úr þessum vísum mjög snotra bók, með nokkrum heilsíðu- myndum eftir listamanninn örlyg Sigurðsson, sem manna bezt var trú- andi til að myndtúlka þessar skrítnu vísur. Hér er sýnishorn af vísunum: Séð hef eg glíma sel og hest, silunginn spinna allra bezt, hrafninn synda á hafið út, hákarlinn drekka úr brennivínskút PÍ AMÓ Píanó frá píanóverk- smiðju Louis Zwicki, Kaupmannahöfn upp- fylla kröfur hinna vand- látustu. Umboðsmaður verksmiðj- unnar er C$i(( ^JJnitjánióon, heildverzlun. Hafnarhúsinu. Sími 7136. VICTOR uepna(anrönwerz(un Laugavegi 33. Sími 2236. Hefir á boðstólum allskonar vefnaðarvörur og fatnað á DÖMUR, HERRA BÖRN. Góðar vörur! Fjölbreytt úrval!

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.