Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 Aron Guðbrandsson forstjóri: Fyrri grein. Fjármál framtíðarinnar |>AÐ ER nú liðið eitt ár, síðan ég ritaði tvær smágreinar í þetta tímarit, og nefndi ég þær: „Er sam- eiginlegur gjaldeyrir lausnin?“ — Vegna þess að við Islendingar búum ekki enn við sameiginlegan gjaldeyri með öðrum þjóðum og einnig af því, að gjaldeyrismál okkar og annarra smárikja eru enn í sömu niðurlæging- unni og þau voru í um þetta leyti í fyrra, hlýtur það að vera öllum að skaðlausu, þótt þcssi mál séu rifjuð upp að nýju og nokkuð um þau fjall- að, enda býst ég ekki við, að hinn stóri heimur taki verulegt viðbragð, þótt fjármál hans séu tekin til með- ferðar í lítilli grein í litlu tímariti lítillar þjóðar. Ég varð þess var, að fyrrnefndar greinar mínar hér í „Samtíðinni“ vöktu nokkra athygli. Menn hugsuðu þessi mál og vildu fá meira að heyra um þau. Við skulum fyrst atliuga nokkur atriði fjármálalegs eðlis frá fyrri tíma og síðan þau atriði frá síðasta ári, sem áhrif hafa á gjaldeyrismál hinna smærri þjóða. Við, sem búum á vestari helniingi jarðar, miðað við hnattstöðu lands okkar, verðum þess vör, að i viðskipt- um okkar við önnur lönd gætir mikið áhrifa tveggja mynttegunda, og vegna styrkleika þessara mynta hafa þeim verið mörkuð sérstök svið í viðskiptaheiminum, er nefnd hafa verið sterlingssvæðið og dollarasvæð- ið. Sterlingssvæðið er að mestu bund- ið við Evrópu og samveldislönd Breta utan hennar, en dollarasvæðið er aftur á móti að mestu í Vesturheimi. ARDN GUÐBRANDBSDN Þó má einnig segja, að áhrifaöldur þessara fjármálasvæða hrotni líka við strendur annarra landa. Við Islendingar erum ásamt mörg- um öðrum smáþjóðum í Vestur- Evrópu á sterlingssvæðinu. Þetta má skýra í örstuttu máli með líkingu. Himintungl hnattkerfis okkar snúast kringum sólina. Myntir þeirra þjóða, sem tilheyra sterlingssvæðinu, snúast kringum sterlingspundið. Nánara til tekið seljum við mestan hluta fram- leiðslu okkar til sterlingslanda og kaupum þaðan megnið af þörfum okkar. Ef við seldum hins vegar mestan hluta framleiðslu okkar til Ameríku og keyptum þaðan megnið

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.