Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 „Hvernig farið þið að því að gera treflana svona mjúka og lika svo- kallaðri angóra-áferð?“ „Þegar þeir liafa verið prjónaðir, eru þeir fyrst þvegnir eins og allar okkar vörur. Að því búnu ganga þeir gegnum sérstaka vél, sem kembir þá upp.“ Að svo mæltu sýndi Ólafur mér nýprjónaðan lopatrefil og setti hanrt því næst inn í fyrrnefnda vél, sem gerbreytti áferð hans. Á sama hátt eru kvenpeysurnar kembdar upp, en af þeim hafa útlendingar keypt veru- legt magn. Þegar ég spurði Ólaf, hvort eigendur prjónastofunnar hefðu ekki í hyggju að framleiða í stórum stíl prjónles til útflutnings, sagði hann: „Við höfum sótt um leyfi til þess, en ekki fengið það. En við höfum fengið hagstætt tilboð, m.a. frá Danmörku, í lopaprjónles. Var leitt að geta ekki tekið því til- boði, því að allir hljóta að sjá, að miklu meiri hagur er að því að senda á erlendan markað fullunninn ullar- varning en algerlega óunna ull, eins og við höfum lengst af gert. Það er óhætt að fullyrða, að ísl. prjónavörur úr lopa eiga sér geysimikla markaðs- möguleika erlendis, og útlendingar sækjast mest eftir prjónlesi með ísl. sauðarlitum.“ „Hve margar vörutegundir fram- leiðið þið?“ „Samtals yfir 50 mismunandi gerð- ir af prjónavörum. Hér hafa unnið yfir 20 stúlkur, þegar flest hefur verið, og vonandi á starfsemin enn fyrir sér að aukast.“ „Hvaða örðugleika hafið þið eink- um átt við að stríða?“ spyr ég að lokum. „Markmið okkar er að vinna úr íslenzkri ull. Hafa ýmsir utanaðkom- andi örðugleikar staðið þar í vegi. Fvrst og fremst þeir, hver erfitt hef- ur verið að fá hentugt íslenzkt ullar- band til að vinna úr. Við höfum heldur ekki getað aflað okkur hent- ugra sjálfvirkra véla, sem mundu lækka framleiðslukostnaðinn að miklum mun og vega þannig á móti hinni gífurlegu verðhækkun, er orð- ið hefur á unninni ull. Til skamms tíma höfum við átt við að stríða skort á nauðsynlegustu varahlutum eins og nálum, sem hafa orsakað stöðvun fullkominna véla um langan tíma. Einnig hefur verið erfitt að afla saumagarns og tvinna, sem kosta þó tiltölulega lítið. Vonandi rætist þó brátt úr öllu þessu, enda virðist skilningur valdhafanna á nauðsyn þessarar framleiðslu fara vaxandi. Tveir heimspekiprófessorar hitt- ust í boði hjá þeim þriðja. Að veizl- unni lokinni sagðst öðrum gestanna svo frá: „Ég komst bara aldrei að fyrir málæðinu í honum Sigurði, og um hvað heldurðu, að hann hafi verið að þruma allan tímann, með- an setið var undir borðum: Gildi þagnarinnar.“ EF YÐTJR vantar úr eða aðra skrautgripi, þá munið: MAGNÚS E. BALDVINSSON Úra- og skrautgripaverzlun, Laugaveg 12, Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.