Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN KVENPEYSA DG TREFILL ÚR LGPA sem úr honum hefur verið unnið. Sannleikurinn er sá, að ísl. lopi hefur mikla kosti fram yfir lopa úr erlendri ull. Hann hefur t. d. miklu meira þanþol, sem veldur því, að unnt er að prjóna úr honum á vélar. Vegna þessa eiginleika hefur verið horfið að því ráði að nota hann í ýmsan prjónafatnað, svo sem sjómanna- peysur, kvenpeysur, barnapeysur og trefla. En ég held, að fólk hafi ekki enn gert sér fullkomlega grein fyrir því, hve miklu hlýrri uppkembdar lopaflíkur eru en venjulegar prjónles- flíkur. Uppkembingin eykur hita- einangrun flikurinnar að miklum mun. Hins vegar hefur lopi einnig verið notaður í sokka, en slíkt má hiklaust telja mjög óheppilegt, því að bæði vei’ða þeir of svörgulslegir og endingarverri en sokkar úr bandi. Er slíkt ofur skiljanlegt, þegar um er að ræða flíkur, sem jafnmikið mæðir á. Notkun lopans í sokka mun bafa átt drjúgan þátt í því, að fólk hefur amazt við honum í öðriun flík- um, þar sem hann befur þó reynzt mætavel.“ „1 livaða flíkur er lopi heppileg- ur?“ „Fyrst og fremst trefla,“ segir Ólafur og bendir á miklar birgðir af treflum í að minnsta kosti luttugu litum. „Þessir treflar okkar hafa áunnið sér miklar vinsældir, bæði hér innan lands og hjá útlendingum, sem hafa keypt þá bæði i sölubúð Ferðaskrifstofu ríkisins á Keflavíkur- flugvelli og öðrum íslenzkum vei'zl- unum.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.