Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 Nýja borgin við Ölfusárbrú Samtal við Egil Gr. Thorarensen forstjóra Niðurl. SELFOSSI er verið að gera mjög myndarlegan íþróttavöll, og hef- ur Ungmennafélag Selfoss séð um framkvæmdir þess mikla verks. Aðalvöllurinn er ekki fullgerður, en æfingavöllur er fullbúinn á nokkrum liluta lians. Hafa ungmennafélagar á Selfossi unnið mikið að vallargerð- inni i sjálfboðavinnu, en fjárframlög til hennar hafa verið sem hér segir: Selfosshreppur hefur lagt fram 43%, Ungmennafélag Selfoss 40%, Iþrótta- sjóður rikisins 15% og Árnessýsla 2%. Þegar þetta er ritað, nema fjár- framlög til vallargerðarinnar um 90 þús. kr. Ungmennafélag Selfoss hefur á undanförnum árum átt ýmsa ágæta íþróttamenn, er getið hafa sér góðan orðstír. Hér skulu nefnd fáein afrek nokkurra þeirra, er tala sínu máli: stig Sigfús Sigurðsson kúluvarp 14.78 m. 898 Sami kringlukast 39.07 — G84 Ivolb. Kristinsson hástökk 1.85 — 84G Sami stangarstökk 3.75 — 790' Matth. Guðm. 100 m hlaup 11.0 sek. 843 Sami 200 m hlaup 22.0 — 768 Oildur Helgason þristökk 13.47 m. 711 Friðrik Friðrikss. langstökk 6.57 — 693 Selfossbíó er ekki einungis kvik- myndahús byggðarlagsins, heldur og aðalsamkomuhús þess. Þar eru ár- lega haldnir allir fjölsóttustu félags- fundir og fjöldinn allur af öðrum samkomum og skemmtunum. Kvik- myndahúsið er rekið af hlutafélagi, sem var stofnað árið 1943 af nokkr- um mönnum austan Fjalls og vestan, og er Theódór Jónsson í Reykjavík framkvæmdastjóri þess. Félagið á einnig Hótel Selfoss, en leigir það út ásamt veitingasalnum í Selfossbiói. Það ber eitt með öðru vitni um, hvílík miðstöð Selfossbyggðin er nú orðin austan Fjalls, að þar hefur nýlega verið reist af ríkissjóði og Árnessýslu veglegasta sýslumanns- setur hér á landi. Sýslumaður Árnes- inga er Páll Hallgrímsson. Selfosslæknishérað var stofnað með lögum nr. 8 frá 24. marz 1944, en varð til 1. jan. 1945. Hefur Lúðvík D. Norðdal gegnt þar héraðslæknis- störfum frá upphafi, en hann var áður héraðslæknir í Eyrarbakka- læknishéraði. Ljósmóðir hefur verið starfandi á Selfossi um hartnær 15 ára skeið, og gegnir frú Guðrún Eiríksdóttir ljósmóðurstarfi þar nú. Á Selfossi er aðsetur dýralæknis Suðurlands austan Hellisheiðar. Er Jón Pálsson dýralæknir þar. En í ráði mun, að Rangárvallasýsla verði gerð að sérstöku dýralæknishéraði. Póstur og sími á Selfossi var sameináður í eitt hús og undir eina stjórn árið 1930. Gegndi ungfrú Guðmunda Ólafsdótlir póst- og símstjórastörfum þar til dauðadags, en hún andaðist sl. sumar um það leyti, sem þessi grein varð til. Guðmunda var elzti innflytjandi í Selfosskaupstað. Átti

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.