Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN um austurvegi liggur viðskiptaleið milli höfuðstaðarins með um 60 þúsund íbúa og framleiðsluhéraða, er hafa um 12 þús. íbúa, hljóta allir að sjá, hve gífurlegar samgöngurnar verða að vera. Þegar fer að snjóa fyrir alvöru, teppist Hellisheiði fljótt. Krýsuvíkurvegurinn er að vísu bráðabirgðalausn, en óviðunandi til lengdar. Hellisheiðarleiðina þarf að endurbæta með Þrengslavegi. En langstærsta framtíðarmál okk- ar, sem þróun héraðanna á Suður- landsundirlendinu mun fyrst og fremst mótast af, er áframhaldandi hafnargerð í Þorlákshöfn.“ „Dr því að þú ert farinn að minnast á stórfelld framtíðarmál, er sannar- lega freistandi að spyrja þig að lok- um, hverju þú spáir um framtíð okkar kæra Suðurlands og afkomu- skilyrði fólksins þar.“ Egill Thorarensen verður mjög alvarlegur á svipinn. Ætli hann haldi, að ég sé að reyna að leika Öðin, sem átti það til að spyrja að lokum svo fantalega, að enginn gat svarað honum! En líka er sagt, að einn heimskingi geti spurt svo margs, að 7 vitringar kunni þar ekki svör við. „Ég treysti mér ekki til að .svara þessari spurningu þinni“, segir hann. „Til þess þarf skáld, og „skáld er ég ei.“ Þær hugsjónir, sem hér þarf við, flýja „lífsins argaþras“. En þegar ég hugleiði spurninguna, finnst mér Hannes Hafstein svara henni á- gætlega í aldamótakvæði sínu. Er hann ekki fyrst og fremst að spá fyrir þessum héruðum í sumum hinum ódauðlegu ljóðlíuum sínum þar? Hvar munu sveitirnar fyllast og akrar hylja móa fyrr en hér? Hvar mun móðurmoldin frjóa veita meira brauð en hér? Hvar finnst meiri kraftur i fossaskrúða til þess að knýja knör og vagna og stritandi vélar? Landnám þessa héraðs er enn tæplega hafið i nútimaskilningi, en skilyrðin eru hér glæsileg, ef fólkið vill. Hundruð þúsunda eða öllu held- ur milljónir af fólki gætu þessi hér- uð fætt. Stórfelld ræktun er enn lítt hafin, en fossar og fallvötn búa yfir því nær ótæmandi, óbeizluðum krafti — aflgjafa handa milljónum af glöðum og prúðum starfsmönn- um. Auðugustu fiskimið landsins liggja úti fyrir hafnlausri strönd. Allt er hér ógert, en þó vantar ekk- ert jafn tilfinnanlega og höfn, sem tengir möguleika lands og hafs. Fyrst, þegar sú höfn hefur verið gerð hér austan Fjalls, mun framkvæmd- unum og framförunum fleygja á- fram. Hér hefur lítið gerzt enn, en mikið gæti gerzt, ef fólkið vildi. Og allt kemur þetta. „Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna.“ Enn það er því miður með fram- farirnar hérna eins og skammdegis- sólina, að það er kvöl, hve þær koma „seint á fætur“, segir Egill, um leið og ég kveð hann og þakka honum fyrir alúðlegar viðtökur og skemmti- lega samverustund. S. Sk. f næsta hefti mun m. a. birtast grein um höfuðborg Spánar og spánska menn- ingu eftir Magnús Víglundsson ræðis- mann.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.