Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN aí' innfluttum vörum okkar, mund- um við verða háðari dollaranum en pundinu og lenda þar með á dollara- svæðinu. Fyrst margár þjóðir eru þannig háðar einhverju ákveðnu myntsvæði, er ekki nema eðlilegt, þótt spurt sé: Hvað ætti þá að vera því til fyrir- stöðu, að allar þessar þjóðir hefðu sömu myntina, og hvers vegna hefur hver þjóð sina eigin mynt, sem hún er í vandræðum með og fullnægir ekki þörfum hennar nema að litlu leyti? Stórþjóðirnar, sem búa við höfuð- myntir hinna fyrrnefndu fjármála- svæða, hafa líka komið auga á þá erfiðleika, sem hinar smærri þjóðir eiga við að húa. Þess vegna hafa verið kallaðar saman ráðstefnur til þess að ræða þessi erfiðleikamál. Má í því sámbandi fyrst geta ráðstefnu þeirrar, sem kennd er við Bretton Wood í Bandaríkjunum og haldin var i júlímánuði 1944. Að ráðstefnu þessari stóðu 45 þjóðir, og margir gerðu sér miklar vonir um góðan árangur af henni, en þeir, sem gerðu sér mestar vonirnar, urðu þar fyrir sárustu vonhrigðunum. A Bretton Wood ráðstefnunni var samþvkkt að stofna alþjóðabanka og gjaldeyris- jöfnunarsjóð. Framlag Islands til hvors tveggja þessa fyrirtækis ótti að vera 1 milljón dollara, að mestu í gulli eða gullgildum gjaldeyri, að mig minnir. Tvær tillögur koniu þarna fram, önnur frá Bandaríkja- mönnum um alþjóða-gengisfesting- arsjóð, hin frá Bretum um gjald- eyrisjöfnunarsjóð. Til þess að ná samkomulagi um þessi mál voru til- nefndir sérfræðingar frá 30 þjóðum. Eftir mikil heilabrot og vangaveltur varð samkomulag um gjaldeyi’isjöfn- unai’sjóðinn. Aði’ar niðui’stöður ráð- stefnunnar voru sem hér segir: 1. Að stuðla að alþjóðasamvinnu i peningaviðskiptum. 2. Að efla milliríkjaverzlun, auka atvinnu og ti’yggja launakjör. 3. Að vinna að gengisfestingu og koma í veg fyrir óheilhi’igða saixxkeppni. 4. Að koma á peningagreiðslum þjóða á milli og di’aga úr höft- um, er spilla alþjóðaviðskipt- um. 5. Að veita bráðabirgðalán til að jafna gi’eiðsluhalla og tryggja gi’eiðslujöfnuð til frambúðar. Þetta voru óneitanlega fögur fyrir- heit, en sú hefur þó oi’ðið raunin á, að í flestunx þeim löndum, er að ráð- stefnunni stóðu, hafa aldrei verið meiri verzlunarhöft og ófrelsi en ein- mi'tt á þeim árum, sem liðin eru, síðan lixin var haldin. Eitt af því, sem ákveðið var á B. W. ráðstefnunni, vai’, að þjóðir þær, senx að henni stóðxi, mættu ekki breyta gengi peninga sinna nema um 10% án leyfis. Síðan haninn galaði í Bi’etton Wood, höfum við Islend- ingar þó afneitað peningum okkar tvisvár, svo að ekki vix-ðist það vera neinum sérstökum örðugleikum bundið að fá leyfi til að eyðileggja nxyntir þátttökuríkjanna. Það, sem mér þótti undarlegast við þessa í’áðstefnu, var, að aldrei skyldi vei’a á jxað nxinnzt, að þær þjóðir, er að henni stóðu, skyldu hafa saixia gjaldeyi’inn og að tx’yggingin fyrir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.