Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN mjög snara þætti þeirra tengsla, er binda Evrópuríkin saman, eru þá að verða að veruleika. En hví skyldi þá ekki einnig vera liægt að sameina þessar þjóðir um sameiginlegan gjaldeyri, ef í því skyldi reynast fólgin lausnin á gjaldeyris- og fjár- málavandræðum þeirra? Ef það er nauðsyn, að þessi ríki standi örugg- lega saman á tímum erfiðleikanna, miðað við styrjaldarhættu, hví skyldi þá ekki einnig vera fullkomin nauðsyn á því, að þau geri með sér bandalag til þess að sigrast á örðug- leikum, er blasa við af sjónarhóli friðartímanna? í annarri grein i næsta hefti mun ég leitast við að skýra þessi mál nán- ara. A. G. Verðlaunatiiboð það, sem auglýst var á bls. 5 í síð- asta hefti, þar sem listaverkabók Ásgríms, Jóns Stefánssonar eða Kjarvals (verð kr. 150,00) var heittið fyrir söfnun 25 nýrra áskrifenda, stendur allt þetta ár. Kynnið yður þetta glæsilega tilboð. „Samtíðin“, pósthólf 75, Reykjavík. Stefnumót hófst á pessa leiö: Hann: „Mér þykir leitt, að ég skyldi veröa dálítið seinni en ég hélt, að þú mundir verða, elskan.“ Árgjald „Samtíðarinnar“ fyrir 1951 (25 kr.) féll í gjalddaga 1. febr. sl. Vinsamleg- ast greiðið það nú þegar án frekari ábend- ingar. Vér þökkum öllum þeim, sem þeg- ar hafa greitt árgjaldið, fljót og góð skil. ÞÓRARINN JÓNSSON: ÞEGAR D STRENGGRINN SÖKK £G VAR að blaða í Pelican bók, Music 1950, sem Ralpli Hill, hinn víðkunni brezki tónlistargagnrýn- andi og rithöfundur tók saman, og rakst þar þá á þessi orð: „Dauði Ginette Neveu er óbætanlegt tjón Já, hvílíkt tjón. Eins og mörgum mun enn í fersku minni, fórst franski fiðlusnillingurinn Ginette Neveu, aðeins 34 ára að aldri, þegar Constellation flugvélin hrapaði til jarðar á Azoreyjum fyrir fáum mán- uðum. Flugvélin og Stradivarius fiðla snillingsins brunnu til kaldra kola, og allii- farþegar og áhöfn flugvélarinnar létu lifið. En Ralph Hill heldur áfram: „Við vitum öll, að list túlkarans hefur að- eins hverfult gildi, og í æðstu opin- herun getur hún ekki orðið meir en fullkomið endurskin af hinni miklu stærri og mikilvægárá sál tónskálds- ins. Engu síður er hið fullkomna endurskin hráðnauðsynlegt afrek, því að það felur í sér framkvæmd hugs- unar tónskáldsins í lifandi tóna, og það er „raison d’etre“, hið raunveru- lega efni tónlistarinnar. Neveu var meðal fremstu fiðlu- snillinga. Hún var afkomandi hins konunglega ættleggs Ysayes og Kreislers, og hún ein var þess megn- ug, eða að minnsta kosti því sem næst, að koma til móts við þá sem jafnoki. Hún hafði allt það til að

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.