Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 29
SAMTÍÐIN 25 gerð Laxness eru enn 30 myndir og 1 aftan við hana. Hér er þvi um eigi litið myndasafn að ræða. Og þó að það sé ekki nema brot eitt af öllum þeim fjölda mynda, sem Kjarval hefir skapað, veitir það ágætt sýnis- horn af listsköpun hans allar götur frá 1906 og fram til 1950, eða um ekki skemmra en 44 ára skeið, merk- asta tímabil í sögu íslenzku þjóðar- innar. Nafn Kjarvals vekur töfrahljóm í eyrum sérhvers Islendings, sem á annað borð hefur nokkra hugmynd um málaralist. Bæði maður og verk vekja furðu, gagnvart hvoru tveggja hefur islenzk tregða gefizt upp skil- yrðislaust. Verk Kjarvals hafa opn- að þjóð vorri nýstárlegan ævintýra- heim, orðið henni opinberun, fyrir sitt leyti eins og ættjarðarljóð Jón- asar Hallgrímssonar. Þegar lista- maðurinn hefur opnað málverkasýn- ingu, hafa verkin öll selzt á svip- stundu, þau sem voru föl, og lista- safnslaus þjóð hefur orðið að horfa upp á það, að þessi stórkostlegu verk hafa dreifzt út um hvippinn og hvappinn og horfið henni sýnum. Kjarvalsbókin er ómetanleg gjöf öllu því fólki, sem aldrei hefur látið sig dreyma um að eignast málverk eftir listamanninn, en þráir engu að síð- ur að mega við og við skyggnst inn í furðulönd listar hans. S. Sk. „Stundum er ég að velta því fyr- ir mér, hvað konan mín hugsi eigin- tega um mig.“ „Því geturöu hæglega komizt að. Seztu bara á nýja hattinn hennar.“ Nýbýlastjórn ríkisins auglýsir hér með til umsóknar lönd til stofnunar nýbýla í ölfusi í Arnessýslu og Hvolsvelli í Rang- árvallasýslu. I ölfusi verður gefinn kostur á landi fyrir 4—5 býli og á Hvols- velli fyrir 2 býli. Landið verður leigt með ei'fða- ábúðarsamningum til nýbýlastol'n- unar og ábúðar. Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu nýbýlastjórnar, Austur- stræti 5, Reykjavík. Umsóknum fylgi: 1. Aldursvottorð. 2. Vottorð um að umsækjandi sé fullveðja og f jár síns ráðandi. 3. Vottorð lögreglustjóra eða hreppstjóra, um að umsækj- andi sé reglusamur og ráð- deildarmaður. 4. Vottorð um að hann hafi lokið verklegu og bóklegu prófi frá bændaskóla, eða að hann hafi stundað landbúnaðarstörf minnst 2 ár eftir 16 ára aldur. Allar nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu nýbýlastjórnar. Landnámsstjóri.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.