Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 „Árin hafa liðið, en ég hef ekki gefið neina skýringu á því, sem ég gerði. Ég hef þjónað stúdentagarð- inum dyggilega, en ég hef hafnað allri upphefð hæði af hans og há- skólans hálfu. Ég hef ekki átt mér neina trúnaðarvini nema Símon Goodridge, og jafnvel fyrir honum gat ég ekki opinberað sannleikann. Nærri því á hverju kvöldi geng ég um garðinn alla leið þangað, sem stóra flötin endar. 1 þrjátiu ár hef ég aldrei gengið inn í ytri garðinn.“ Um fjörutíu ára skeið eftir að Round hafði orðið Filippusi Collier að bana, hjó hann í herbergi sínu, sem snéri út að trjágarði Kristsgarðs, og í fjörutíu ár trúði hann engum fyrir hinu ægilega leyndarmáli sinu. Þetta er sagan, sem höfuðsmaður- inn sagði, þar sem hann sat með vin- um sínum í herberginu, sem Kristó- fer Round hafði einu sinni búið í — herberginu þar sem hann hafði ritað hina dapurlegu játningu sína. Það ber stundum við á sumarnótt- um, þegar tungl er fullt, að svipur Kristófers Rounds sést enn, aleinn á ferli í Félagsgarði. ENDIR Gesturinn: „Ég sé, að hér er ó- leyfilegt að taka við drykkjupening- um.“ Þjónninn: „Það var nú líka ó- leyfilegt að taka við eplum í áldin- garðinum Eden.“ VIÐGERÐIR á úrum, klukkum og skartgripum. Franch Michelsen úrsmíðavinnustofa. Laugaveg 39, Reykjavík. Pósthólf 812. Kaupmenn! Kaupf élagsstjórar! Þér kaupið ekki það næstbezta, þegar þér getið fengið það bezta hjá okkur. vanda&ar patnacfi ueitir veíÍJan ar Fatagerðin Brautarliolt 26. Sími 3246. IMýtízku rafmagnsbakarí Við öll hátíðleg tœkifœri œttuð þér að gœða gestum yðar á: Kökum, tertum, ávaxta-ís og fromage frá okkur

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.