Samtíðin - 01.11.1951, Page 8

Samtíðin - 01.11.1951, Page 8
1 SAMTÍÐIN nú búizt við, að setzt verði við samninga- borð bak við tjöldin. Munu þar eigast við hinir voldugu og gagnauðugu kvik- myndahöldar annars vegar, en hins vegar útvarpsfélögin, sem eru enn voldugri og hafa auk þess sjónvarpið að vopni. Talið er sennilegt, að reynslan verði hér eins og löngum áður sú, að eigendur smákvik- myndahúsanna verði mjög hart úti, en auðjöfrarnir standist cldraunina. Líklegt þykir, að kvikmyndaiðnaðurinn færist þannig saman, að framvegis verði gerðar miklu færri, en stórum betri kvikmyndir en áður. Hvað okkur íslendinga snertir, gæti allt þetta haft þau áhrif, að við mætt- um í framtíðinni vænta betri kvikmynda en við höfum áður átt að venjast, og mundu margir fagna því. En hvernig mundi fara um hina marg- umtöluðu bókmenningu íslenzku þjóðar- innar, ef sjónvarpið skyldi nú einhvern tíma halda hér skyndilega innreið sína. Skyldu þeir bóklesendur, sem útvarpið hefur ekki enn unnið á, þá halda velli eða gefast upp alveg skilyrðislaust? Vitið þér? Svörin eru á bls. 29. 1. Hver orti þetta: „Nóttin hefur níðzt á mér, nú eru augun þrútin.“ 2. Hvað merkir: breðafönn? 3. Hver var William M. Thackeray? 4. Hvert er lengsta fljót Vestur- i Evrópu ? 5. Hvenær komst Island í ritsíma- tengsl við umheiminn? Þeir örfáu áskrifendur, sem eiga ógreitt árgjald „Samtíðarinnar“ 1951, (25 kr.), eru beðnir að greiða það nú þegar. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8. — Símar 1043 og 80950. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. —JJnátur ftoriteinióon f-rá UffiitöÍu 7. nóvember Frá öld til aldar leggur frægðarljóma í landsins sögu af nafni herra Jóns. Svo röskan fáir reiddu hetjuskjóma í réttarstríði okkar gamla Fróns. Og bjartar engra biskupsdómur glóði, þar blysum lyftu vits- og trúarþor. Með eldi vígðum anda’ og hetjumóði hann æðstum Guði vigði flest sin spor. Er villutrú og konungskúgun ægði, þar kaus hann stöðu, er hættan mesta stóð. Úr Viðey syðra dönskum dátum bægði og Drottins aftur fagurt vígi hlóð. Með fríðu liði fram um héruð þeysti og forráð öll á þingi í hendur vann. Til stríðs þeim bauð og bálköst haturs reisti, sem bundu í áþján kirkju og þjóðar rann. En stærstur þó hann stóð á þessum degi, er stáli dauðans helgirór hann laut. Sú fórnar^áð, hún varðar þjóðarvegi og vekur lýðum kjark í hverri þraut. Það líf er stórt, sem ævidaga alla, í allri gerð sér fléttar heiðurskrans, en dýrst þó ljómar dáðin sú — að falla til dýrðar Guði og frelsi ættarlands. Litill drengur var að leita að Náttúrugripasafninu í safnahúsinu í Reykjavík, en villtist inn í lestrar- sal Landsbókasafnsins. Þar sátu að vanda nokkrir menn við fræða- grúsk. Barnið leit undrandi kring- um sig og mælti þvi næst upp úr eins manns hljóði: „Er það hérna, sem skepnurnar eru?“ EF YDUR vantar úr eða aðra skrautgripi, þá munið: Magnús E. Baldvinsson Úra- og skrautgripaverzlun, Laugavegi 12, Reykjavík.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.