Samtíðin - 01.11.1951, Side 18

Samtíðin - 01.11.1951, Side 18
14 SAMTÍÐTN herberginu. Og eftir nákvæman handaþvott, hársnyrtingu og flibba- lagfæringar vind ég mér út og hraða mér inn á Lindargötu, þar sem ég ætla að eyða kvöldinu hjá gamalli kunningjakonu minni — ekkjufrú. Hún hefur boðið mér upp á kveðju- máltíð, ])ar sem undirskilið er vín og gáfulegar viðræður. Frá henni ætla ég svo um borð í togarann, sem lætur úr höfn með morgninum. Ég fer bakdyramegin að húsinu af þeirri einföldu ástæðu, að á því eru engar aðrar dyr. Þar opna ég litla hurð með klinku og handarhaldi og staðnæmist síðan andartak við aðra eikarmálaða hurð með nýfægðri messingsskrá. Það er eldhúshurðin,og út um skráargatið leggur ilm af steik. Ég drep á dyr, og inni fyrir er sagt: „Kom inn“ með málrómi, sem er bæði önnum kafinn og þurfandi fyrir að mæta skilningi menntaðs listdómara. Og svo stend ég þarna í eldhúsinu eins og nýútsprunginn túlípani og er allt í einu óskaplega svangur. I þessu húsi eru m. a. tvær litlar stofur, sem tákna tvö tímabil í ís- lenzkri menningarsögu. Vesturstofan er helguð minningu þeirrar kynslóð- ar, sem át úr öskum í hnjám sér, notaðist við homspæni og sjálfskeið- inga, en aðallega guðsgafflana, bruddi kandíssykur af hjartans lyst og sötraði svart kaffi af undirskál með sama hljóðfalli og nautgripir drekka nýpóstað brunnvatn, sem fer í tennurnar á þeim. 1 austurstofunni er hins vegar margt ákaflega fínt, svo sem slútandi mynd af brúðhjón- um í bát, lítið orgel og kommóða með strútsfjaðravasa og tveim star- andi postulínshundum og mggustól með gljáandi, mórauðu hundsskinni á gólfinu fyrir framan sig. En þegar ég sé lítið dúkað borð með diskum handa tveim og glösum og pentudúk- um og öUu tilheyrandi, fer um mig svipuð værð og laxinn, er hann kym- ar í ármynninu á mótum jökulvatns og bergvatns. „0, hvað þú varst vænn að koma, Sigfús minn“, segir vinkona mín. Og síðan skálum við fyrir sumrinu, og ég hysja upp jakkakragann, til þess að minna beri á því, að flibbinn er orðinn fullskitugur, líka að utan. Að lokinni máltíð sitjum við svo þarna i austurstofunni undir pálma- blöðum, og kvöldið líður í sálrænu algleymi, þar sem ég er að minnsta kosti konungur Sluiggahverfisins, ])ar sem öskúhaugur sálar minnar bálar upp á ný og glóðin í honum breytist í vafurloga Þúsund og einn- ar nætur, en fötin mín snjáðu verða að viðhafnarklæðnaði andspænis upþlyftum aðdáunarsvip vinkonu minnar. Þannig lyftist verund mín í nótt upp í ímyndað stjarnhvolf, unz hún nemur staðar við sjálfa festingu himinsins. En í morgunsári hinnar reykvísku kyrrðar reikar fortíðar- og fram- tíðarlaus skuggi af einhverju, sem langar til að verða maður, áleiðis að togara, sem liggur við hafnarbakk- ann og ætlar eftir dryl-cklanga stund vestur og norður fyrir land. ÖSÍÍAR SÓLBERGS feldskurðarmeistari. Laugavegi 3. — Sími 7413. Alls konar loðskinnavinna.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.