Samtíðin - 01.11.1951, Qupperneq 22

Samtíðin - 01.11.1951, Qupperneq 22
18 SAMTÍÐIN smiður, sem hafði lært trérennslu. Hann kenndi mér að renna. Þegar ég var latur við að fara á verkstæð- ið með honum á kvöldin, var hann vanur að segja: „Komdu, komdu, því þá verðurðu eini rennismiðurinn á lslandi, sem raunverulega hefur lært að renna.“ Þessi eggjunarorð urðu til þess, að ég fór að fá áhuga fyrir rennismíðinni.“ Það var fróðlegt að fylgjast með vinnubrögðunum í Trésmiðju Gunn- ars Snorrasonar, kynnast því, livern- ig óunnir plankar voru bútaðir nið- ur, felldir saman, límdir og því næst renndir. Gaman hefði verið að geta fylgzt með trékubbunum, þangað til þeir voru orðnir að fallegum lömp- um, en þess var enginn kostur, því að þá hefði ég orðið að bíða þarna í hálfan mánuð! Svo er mál með vexti, að þrenns konar lakk verður að liera á lampana 8—10 sinnum, en þess á milli þarf lakkhúðin að jafna sig í nokkra daga í senn, til þess að komið verði í veg fyrir, að víindin í trénu komi síðar fram. Að þessari lakkhúðun lampanna vinna stúlkur, en karlmenn að sjálfsögðu að allri trésmíðinni. Enda þótt aðalfram- leiðsla verksmiðjunnar sé lampar, framleiðir hún margt fleira, svo sem eldhúsáhöld úr tré,. ýmislegt til raf- magnsiðnaðar og smáhúsgögn. Gunn- ar minntist á lampa af sérstakri gerð, sem þarna eru smíðaðir og út- lendingar hafa sótzt mjög eftir. Er enginn efi á því, að þess háttar lampa væri auðgert að selja til út- landa í stórum stíl, en því miður hef- ur að undanförnu ekki fengizt leyfi fyrir efni i þá. Iðja er orðin kunn fyrir smekklegar nýjungar Síðan skoðuðum við skermagerð Iðju í Lækjargötu 10 B, sem Snorri, sonur Gunnars Snorrasonar, veitir forstöðu, og aukið hefur starf- semi sína verulega að undanförnu. Þar vinna að staðaldri 7 stúlkur og fleiri vetrarmánuðina. Lampaskenn- arnir eru mestmegnis gerðir úr silki, en einnig úr plasti og pergamenti. Því miður hefur gengið erfiðlega að fá leyfi til að flytja inn plastið, en það telur Snorri, að verða muni framtíðarefnið í þessa framleiðslu. Er ég hafði skoðað hinar mörgu og smekklegu gerðir af lampaskermum, sem þarna voru, spurði ég Snorra, hvort þær værðu gerðar eftir erlend- um fyrirmyndum. Hann kvað það ekki vera, en sagði, að Iðja væri svo heppin að njóta starfskrafta tveggja stúlkna, sem hefðu unnið að skerma- gerð í mörg ár, og væru flestar nýj- ungarnar frumleik þeirra og smekk- vísi að þakka. v Læknir: „Jæjci, hvernig eru fæt- urnir eftir ctðgerðina?“ Vesalingurinn: „Þakk gður fyrir, ég er nii farinn að geta staulazt helmingi hraðar en á dögunum.“ Læknir: „Það er ágætt. Þái getið J)ér notað tímann, sem þér sparið við það, iil þess að dást að fram- förunum." Ef yður vantar góð herra- eða dömu-úr, ættuð þér að tala við mig. Sent um allt land. GOTTSVEINN 0DDSS0N, úrsmiður, Laugaveg 10. — Reykjavík.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.